Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 18:45 Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09