Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 18:45 Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09