Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2013 16:20 Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann.
Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40