Segir lögreglumanninn hafa verið pirraðan Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. nóvember 2013 16:20 Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann. Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Sækjandi og verjandi fluttu ræður að loknum skýrslutökum í máli yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi þegar hann handtók ölvaða konu á Laugaveginum í júlí í sumar. Myndbandsupptaka af atvikinu fór í umferð í netheimum strax daginn eftir að handtakan fór fram. Sækjandi benti á að lögreglan hefði þá þegar ákveðið að hefja rannsókn á málinu. Ákæruvaldið byggir kröfu um sekt lögreglumannsins fyrst og fremst á myndbandsupptökunni. Á myndbandi úr eftirlitsmyndavél á svæðinu sést að aðeins 80 sekúndur liðu frá því að lögreglan gaf konunni fyrst merki um að standa upp af götunni þar sem hún sat og þar til hún hafði verið handtekin og sett inn í lögreglubifreið. Því væri augljóst að lögreglan hefði ekki veitt konunni mikið svigrúm til að bregðast við. Konan sat ásamt fleira fólki á götunni sem þá var göngugata, hún var sein að bregðast við óskum lögreglu. Þegar hún kom upp að bílnum opnaði lögreglumaðurinn bifreiðina þannig að hurðin fór í konuna. Þá hrækti konan á lögreglumanninn sem handtók konuna með því að snúa hana niður.Segir aðferðina þá vægustu sem völ var á Sækjandinn heldur því fram að lögreglumaðurinn hefði getað náð markmiðum sínum með vægari aðferðum og minnti á að á lögreglumönnum hvíli sú skylda að ganga ekki lengra en þörf krefur við valdbeitingu. Verjandi lögreglumannsins sagði að eftir að konan hrækti á hann hefði hann í raun mátt búast við frekara ofbeldi af konunni og sagði að það væri ekki sanngjarnt að gera þær kröfur á hann að til þess að mega handataka með þessum hætti, þyrfti hann að bíða eftir frekara ofbeldi frá konunni. Lögreglumaðurinn hefur borið því við að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á.Segir handtökuna ber vott um pirring Sækjandi segir aðferðir lögreglumannsins bera með sér að hann hafi verið pirraður. Þrátt fyrir að það sé ekkert grín að það sé hrækt framan í mann í vinnunni beri lögreglumönnum þ´að- taka ákvarðanir með eins yfirveguðum hætti og unnt er. Verjandi lögreglumannsins mótmælti því að sagði að ekkert í gögnunum sýndi að maðurinn hefði verið pirraður eða tekið hrákanum persónulega. Þvert á móti sýndu vitnisburðir fram á að svo hefði ekki verið. Hvorugur lögreglumannanna sem voru á vettvangi hefði borið því við að hann hefði reiðst við hrákann.
Tengdar fréttir "Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
"Ef þið standið ekki upp eruð þið handtekin!“ Aðalmeðferð í máli lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi hófst í morgun þegar hann handtók konu í júlí hófst í morgun. Konan var ofurölvi. Par sem bar vitni segir lögregluna ekki hafa sýnt neina þolinmæði þau hafi fundið á sér "að það yrði eitthvað vesen, það var eitthvað í loftinu.“ 22. nóvember 2013 11:40