Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2024 12:47 Frá Vík í Mýrdal. Vísir/Jóhann K. Talið er líklegt að rekja megi rafmagnsbilanir á Víkurstreng til efnistöku í ám neðan við strenglögnina. Efnistakan er talin möguleg ástæða þess að mikil hreyfing kemst á árfarveg í vatnsveðri og leysingum líkt og var á sunnudaginn og mánudaginn og orsakaði rafmagnsleysi á svæðinu. Þá verður allt kapp nú lagt á að setja upp varanlegt varaafl í Vík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik en líkt og Vísir greindi frá í gær lauk aðgerðum vegna viðgerða á Víkurstreng um klukkan sjö í gærkvöldi. Miklir vatnavextir ollu því að Skógá ruddi sig með þeim afleiðingum að víkurstrengur skemmdist aðfaranótt mánudags. Bilunin olli rafmagnstruflunum á svæðinu og voru íbúar beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Notast var við varaafl meðan á viðgerðinni stóð. Aðgerðin hafi gengið vonum framar Í annarri tilkynningu sem barst frá Rarik nú laust eftir hádegi er greint nánar frá viðgerðunum og mögulegum orsökum bilunarinnar. „Aðgerðin gekk framar vonum, verktakafyrirtækið Þjótandi boraði mjó göng undir árfarveginn og lögðu þar í rör, og náðu framkvæmdaflokkar RARIK að klára strengílögn og samsetningu á strengnum mun fyrr en áætlað hafði verið. Jafnframt var 11kV dreifistrengur settur í rörin en hann lá einnig plægður ofan í árfarveginum. Dreifistrengurinn verður settur saman seint í kvöld þar sem skipuleggja þarf straumleysi frá Hrútafelli að Eystri Skógum á meðan sú aðgerð fer fram. Viðgerð á streng við Ytri-Sólheima, þar sem spennistöð RARIK lenti í miklum vatnsflaumi, var einnig lokið í gær og gekk hún mjög hratt og vel fyrir sig. Sendir Neyðarlínunnar er nú kominn í samband við dreifikerfið að nýju og ekki þarf að keyra hann á varaafli,“ segir í tilkynningunni. Kerfið eigi nú að vera komið í eðlilegan rekstur og bæði heimili og fyrirtæki í Vík og í Mýrdal nú tengd Víkurstreng eftir að hafa fengið rafmagn frá varaaflsvélum um tíma. „Nokkur líkindi eru með biluninni nú í Skógá og bilunum sem urðu á Víkurstreng í byrjun september, þá í Jökulsá á Sólheimasandi. Þar hefur farið fram efnistaka í ánum neðan við strenglögnina og er það talin möguleg ástæða þess að mikil hreyfing kemst á árfarveginn í vatnsveðri og leysingum líkt og var á sunnudag og mánudag,“ er ennfremur útskýrt í tilkynningunni. Bæta við varaafl á svæðinu Þá á að leggja kapp á að klára að setja upp varanlegt varaafl í Vík en þó ljóst að það muni taka einhvern tíma. „Samtals eiga varaaflsvélar RARIK í Vík að geta framleitt 2,7 MW og ef með er talin tenging um 19kV streng frá Klaustri er þar tiltækt varaafl upp á 3,7 MW. Með þessu ætti varaafl á Vík að geta annað meðalaflþörf svæðisins yfir vetrartímann en hún var 3,4 MW veturinn 2023-2024. RARIK mun á næstu dögum skoða hvað mun áfram standa af færanlegu varaafli í Vík meðan verið er að klára uppsetninguna. Þess má geta að Vík er einn af fáum stöðum í dreifikerfi RARIK þar sem verið er að bæta í varaafl frekar en draga úr því. Eins og fram hefur komið skortir hringtengingu á svæðinu og jafnframt vantar þar aukna orku. RARIK tekur áskorun sveitarstjórnar Mýrdalshrepps hvað þetta varðar alvarlega og er tilbúið að taka þátt í samvinnu og samtali við sveitarstjórn, Landsnet og stjórnvöld um úrbætur í þessum efnum. Aflþörf svæðisins hefur aukist verulega undanfarin ár og núverandi aflgeta á svæðinu mun ekki geta annað orkuskiptum á þessu svæði til frambúðar. RARIK vill minna fyrirtæki og stofnanir sem telja sig ekki geta verið án rafmagns í einhvern tíma á að engin dreifiveita getur tryggt 100% örugga afhendingu öllum stundum. Fyrirtæki og stofnanir sem ekki mega við rafmagnsleysi, jafnvel í stutta stund, s.s. hjúkrunarheimili og fjarskiptafyrirtæki, verða að koma sér upp eigin varaafli til að tryggja sig fyrir áhrifum af rafmagnsleysi. RARIK mun hér eftir sem hingað til gera allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja afhendingaröryggi á sínu dreifisvæði og bregðast hratt og vel við þegar eitthvað kemur uppá í kerfinu," segir í tilkynningunni. Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik en líkt og Vísir greindi frá í gær lauk aðgerðum vegna viðgerða á Víkurstreng um klukkan sjö í gærkvöldi. Miklir vatnavextir ollu því að Skógá ruddi sig með þeim afleiðingum að víkurstrengur skemmdist aðfaranótt mánudags. Bilunin olli rafmagnstruflunum á svæðinu og voru íbúar beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Notast var við varaafl meðan á viðgerðinni stóð. Aðgerðin hafi gengið vonum framar Í annarri tilkynningu sem barst frá Rarik nú laust eftir hádegi er greint nánar frá viðgerðunum og mögulegum orsökum bilunarinnar. „Aðgerðin gekk framar vonum, verktakafyrirtækið Þjótandi boraði mjó göng undir árfarveginn og lögðu þar í rör, og náðu framkvæmdaflokkar RARIK að klára strengílögn og samsetningu á strengnum mun fyrr en áætlað hafði verið. Jafnframt var 11kV dreifistrengur settur í rörin en hann lá einnig plægður ofan í árfarveginum. Dreifistrengurinn verður settur saman seint í kvöld þar sem skipuleggja þarf straumleysi frá Hrútafelli að Eystri Skógum á meðan sú aðgerð fer fram. Viðgerð á streng við Ytri-Sólheima, þar sem spennistöð RARIK lenti í miklum vatnsflaumi, var einnig lokið í gær og gekk hún mjög hratt og vel fyrir sig. Sendir Neyðarlínunnar er nú kominn í samband við dreifikerfið að nýju og ekki þarf að keyra hann á varaafli,“ segir í tilkynningunni. Kerfið eigi nú að vera komið í eðlilegan rekstur og bæði heimili og fyrirtæki í Vík og í Mýrdal nú tengd Víkurstreng eftir að hafa fengið rafmagn frá varaaflsvélum um tíma. „Nokkur líkindi eru með biluninni nú í Skógá og bilunum sem urðu á Víkurstreng í byrjun september, þá í Jökulsá á Sólheimasandi. Þar hefur farið fram efnistaka í ánum neðan við strenglögnina og er það talin möguleg ástæða þess að mikil hreyfing kemst á árfarveginn í vatnsveðri og leysingum líkt og var á sunnudag og mánudag,“ er ennfremur útskýrt í tilkynningunni. Bæta við varaafl á svæðinu Þá á að leggja kapp á að klára að setja upp varanlegt varaafl í Vík en þó ljóst að það muni taka einhvern tíma. „Samtals eiga varaaflsvélar RARIK í Vík að geta framleitt 2,7 MW og ef með er talin tenging um 19kV streng frá Klaustri er þar tiltækt varaafl upp á 3,7 MW. Með þessu ætti varaafl á Vík að geta annað meðalaflþörf svæðisins yfir vetrartímann en hún var 3,4 MW veturinn 2023-2024. RARIK mun á næstu dögum skoða hvað mun áfram standa af færanlegu varaafli í Vík meðan verið er að klára uppsetninguna. Þess má geta að Vík er einn af fáum stöðum í dreifikerfi RARIK þar sem verið er að bæta í varaafl frekar en draga úr því. Eins og fram hefur komið skortir hringtengingu á svæðinu og jafnframt vantar þar aukna orku. RARIK tekur áskorun sveitarstjórnar Mýrdalshrepps hvað þetta varðar alvarlega og er tilbúið að taka þátt í samvinnu og samtali við sveitarstjórn, Landsnet og stjórnvöld um úrbætur í þessum efnum. Aflþörf svæðisins hefur aukist verulega undanfarin ár og núverandi aflgeta á svæðinu mun ekki geta annað orkuskiptum á þessu svæði til frambúðar. RARIK vill minna fyrirtæki og stofnanir sem telja sig ekki geta verið án rafmagns í einhvern tíma á að engin dreifiveita getur tryggt 100% örugga afhendingu öllum stundum. Fyrirtæki og stofnanir sem ekki mega við rafmagnsleysi, jafnvel í stutta stund, s.s. hjúkrunarheimili og fjarskiptafyrirtæki, verða að koma sér upp eigin varaafli til að tryggja sig fyrir áhrifum af rafmagnsleysi. RARIK mun hér eftir sem hingað til gera allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja afhendingaröryggi á sínu dreifisvæði og bregðast hratt og vel við þegar eitthvað kemur uppá í kerfinu," segir í tilkynningunni.
Mýrdalshreppur Orkumál Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira