Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 12:20 Noregskonungur og krónprinsinn á ríkisráðsfundi í konungshöllinni með stjórn Ernu Solbergs. Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. Þetta fékk fréttastofan staðfest úr norska stjórnkerfinu. Bera þarf öll mikilsverðustu stjórnarmálefni Noregs sem og helstu milliríkjasamninga undir konung til staðfestingar og er það jafnan gert á ríkisráðsfundum. Fyrir liggur að norsk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau gerist aðilar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu sem Orkustofnun hyggst úthluta til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy, í samræmi við Jan Mayen-samning Lýðveldisins Íslands og Konungsríkisins Noregs frá árinu 1981. Tveir stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Ernu Solbergs þrýsta á ríkisstjórnina að draga sig út úr olíuleit með Íslendingum og telja það í anda samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar frá því í síðasta mánuði um að opna ekki ný svæði til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra Noregs, lagði áherslu á það í viðtali við norska fjölmiðla í síðustu viku að ekkert í samstarfssáttmálanum fjallaði um norska þátttöku á íslenska landgrunninu. Þátttaka Noregs myndi ráðast af því hversu mikla peninga norska ríkið gæti grætt á verkefninu. Ákvörðun Norðmanna verður væntanlega kynnt íslenskum stjórnvöldum að loknum ríkisráðsfundi síðar í dag.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. 20. nóvember 2013 16:04