Sport

Vilja útrýma N-orðinu úr boltanum

Mönnum er oft heitt í hamsi í NFL-deildinni.
Mönnum er oft heitt í hamsi í NFL-deildinni.
Samtök sem vinna að jöfnuði og réttlæti í NFL-deildinni hafa skorað á forráðamenn deildarinnar að taka hart á því er leikmenn nota orðið „nigger" á vellinum.

Orðið er mjög viðkvæmt á enskri tungu og blaðamenn ytra tala ávallt um N-orðið.

Leikmenn deildarinnar eru óhræddir við að kalla hvorn annan þessu orði. Leikmaður var svo sakaður á dögunum að nota þetta viðkvæma orð í garð dómara.

„Okkur misbýður að þetta ljótasta orð tungumálsins sé notað í leikjum sem og í búningsklefum liða," segir í yfirlýsingu samtakanna.

Þau vilja að leikmenn verði reknir umsvifalaust í sturtu fyrir að nota orðið og verði í kjölfarið dæmdir í leikbann.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×