Óvissa er með þáttöku skíðastjörnunnar Lindsey Vonn á Vetrarólympíuleikunum í Sochi en hún meiddist nokkuð illa á æfingu í vikunni.
Þá skaddaði hún liðbönd, sem slitnuðu í febrúar síðastliðnum og hafa haldið henni frá keppni síðan.
Það er alveg klárt að hún mun ekki geta tekið þátt í heimsbikarmótinu í lok mánaðarins en það mót átti að vera hennar endurkoma í brekkuna.
Læknar bandaríska landsliðsins vilja ekki afskrifa Ólympíudraum Vonn strax en ljóst er að hann er ekki mikill. Mótið hefst í febrúar.
Hún féll mjög illa á æfingunni í vikunni og meiddist einnig á hné ásamt því að fá skurði í andlitið og öxlina.
Sport