Norðmenn biðja um frest vegna Drekans Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2013 16:04 Tord Lien olíu- og orkumálaráðherra fyrir framan Stórþingið í Osló. Mynd/Reynir Jóhannesson. Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur óskað eftir framlengingu á fresti til að svara íslenskum stjórnvöldum um hvort hún hyggst nýta sér rétt sinn til að ganga inn í þriðja sérleyfið á Drekasvæðinu. Engin skýring fylgdi þessari ósk en titrings gætir í Noregi vegna málsins. Orkustofnun tilkynnti þann 16. október síðastliðinn að hún hefði sent ríkisstjórn Noregs drög að leyfi kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og Eykon Energy og óskaði eftir formlegri afstöðu norska ríkisins til þátttöku í leyfinu. Norska ríkinu stendur til boða 25% þátttaka í leyfinu, samkvæmt Jan Mayen-samkomulagi þjóðanna frá árinu 1981, og hafa Norðmenn 30 daga til þess að svara erindinu.Sérleyfin á Drekasvæðinu. Verður Petoro einnig 25% aðili á þriðja leyfinu?Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun var erindið móttekið í olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs þann 21. október. Fresturinn hefði því runnið út í dag. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur nú óskað eftir viðbótarfresti fram á föstudag og hefur Orkustofnun orðið við þeirri beiðni, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar. Hann sagði að engin skýring hefði fylgt ósk Norðmanna. Fram hefur komið í fréttum að titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna væntanlegrar ákvörðunar. Tveir smáflokkar, sem verja nýju minnihlutastjórn Ernu Solbergs falli, eru andvígir því að ný svæði verði opnuð til olíuleitar. Tord Lien, olíu- og orkumálaráðherra, hefur hins vegar sagt að ákvæði samstarfssáttmála flokkanna um að leyfa ekki olíuleit við Jan Mayen, gildi ekki um íslenska hluta Jan Mayen-svæðisins.Fyrstu tvö sérleyfin afhent í Ráðherrabústaðnum þann 4. janúar sl. að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Ríkisstjórn Jens Stoltenbergs ákvað í lok síðasta árs að norska ríkisolíufélagið Petoro yrði 25% aðili að tveimur fyrstu sérleyfum Íslendinga og var það innsiglað við athöfn í Ráðherrabústaðnum að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra, Ola Borten Moe.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Túrbó-Þórður opnar á íslenskt olíuævintýri Nýr olíumálaráðherra Noregs gefur sterklega til kynna í blaðaviðtali í dag að norska ríkisstjórnin ætli að auka þátttöku sína í olíuleit á Drekasvæðinu. 5. nóvember 2013 18:30
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09