Innlent

Heilbrigðiseftirlitið úthýsir Baktusi kisu af kaffihúsi

Kettinum Baktusi hefur verið úthýst af kaffihúsi í miðbænum en þar var hann tíður gestur fastakúnnum til yndisauka. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við veru Baktusar inni og húkir hann því fyrir utan heilu og hálfu dagana. 

Málavextir eru að einhver gestur Stofunnar við Ingólfstorg sem ekki er gefinn fyrir ketti, hringdi inn ábendingu um köttinn til heilbrigðiseftirlitsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Fastakúnnar og starfsfólk Stofunnar harma það að þurfa úthýsa Baktusi með þessum hætti.

Baktus er án efa umtalaðasti kötturinn í miðbænum. Hann er víðförull og sögur af honum og heimsóknum hans berast víða.

Ferðamenn reyna ólmir að festa hann á filmu enda stórskemmtilegur og mannblendinn með meiru. Baktus ku vera tíður gestur á veitingahús, þar sem honum er mi vel tekið, í leikskóla í nágrenninu og einnig í fataverslanir.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá allt um ævintýri Baktusar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×