„Það eru engin persónuleg gögn á heimasíðunni okkar. Þar er hægt að skoða sögu
Læknavaktarinnar og tölulegar upplýsingar um aðsókn og þess háttar,“ segir
Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar.
Á hakkarasíðunni Zone-H.org kemur fram að brotist hafi verið inn á hátt í þúsund íslenskar heimasíður á árinu. Þar kemur meðal annars fram að brotist hafi verið inn á vef Læknavaktarinnar 5. september síðastliðinn og 29. september í fyrra.
Gunnar Örn segist ekki hafa orðið var við árásirnar á sínum tíma. Hann segir að persónuleg gögn, meðal annars heilsufarslegar upplýsingar, komi hvergi nálægt heimasíðu Læknavaktarinnar.
„Vefurinn er hýstur úti í bæ og innbrot á hann kemur hvergi nálægt sjúkragögnum okkar. Það er alveg kristaltært,“ segir Gunnar Örn.
Engin persónuleg gögn tengd heimasíðu Læknavaktarinnar

Tengdar fréttir

Þúsund íslenskar heimasíður hakkaðar í ár
Samkvæmt hakkarasíðunni Zone-h.org hafa hátt í þúsund heppnaðra netárása verið gerðar á íslenskar vefsíður á árinu. Þingmaður Pírata segir árásir á íslenskar vefsíður hlaupa á milljónum.