Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2013 19:45 Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“ Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira