Ísland langt á eftir öðrum þjóðum í netöryggi Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2013 14:46 Frá fundi Umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Mynd/GVA Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun kom fram kom að Íslendingar ættu að búa sig undir að álíka netárásir, og sú sem gerð var á Vodadone um helgina, myndu eiga sér stað alloft. Ósennilegt væri að svona lagað myndi ekki gerast aftur. Á fundinum var rætt um persónuupplýsingar hjá fjarskiptafyrirtækjum og um netöryggi hér á landi. Fram kom að fræðileg vernd netkerfa snúi í raun að því hve lengi þú getur varið kerfið, ekki hvort þú getir varið kerfið. Hversu vel þú sért á verði og hve slóttugir eru þeir sem reyna að brjótast inn. Þetta væri ekki spurning um af eða á. Samanborið við önnur lönd væri ekki sama hefð hér á landi um netöryggi, í flestum öðrum löndum væri það innbyggt í heri og leyniþjónustur ríkja. Fram kom að aðeins tvö lönd í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, hafi sérstaka löggjöf varðandi netöryggi. Annarsstaðar væri það innbyggt í aðra löggjöf.Vaxandi glæpavandi Í máli forsvarsmanna lögreglunnar kom fram að tölvuglæpir væru sífellt vaxandi vandi og þar væri Ísland ekki undanskilið. Sífellt yrði einfaldara fyrir einstaklinga að framkvæma netglæpi með hraðri fjölgun hugbúnaða sem notaðir eru til verknaðarins. Um vaxandi ógn er að ræða. Tölvuglæpir væru mjög útbreidd starfsemi og sífellt væri verið að kanna veikleika og gera árásir á netkerfi allstaðar í heiminum. Á fundinum var aðstæðum á netinu lýst á þann veg, að þetta væri eins og maður væri að ganga niður Laugaveginn og tæki í alla hurðahúna sem á vegi hans yrðu. Ef hurð opnast gengur hann þar inn. Slíkt mætti margfalda með milljónum eða milljarði. Það væri alltaf verið að reyna að brjótast inn á alla vefi. Um allskonar hópa hakkara er um að ræða og þar á meðal eru skipulögð glæpasamtök sem búa yfir gífurlegu fjármagni. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, sagði að full ástæða væri til þess að taka aftur upp hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar um netlögreglu sem vakti internetið. Nauðsynlegt er að auka viðbúnað lögreglu gagnvart tölvuglæpum, að gera viðbragðsáætlun og æfa hana og að auka öryggismeðvitund allra Íslendinga. Meira fjármagn þyrfti til verksins.Stækka þarf netöryggissveitina Lög um netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar voru sett í júní 2012 og tóku þau gildi ári seinna. Á fundinum var sagt að Ísland hafi byrjað fyrir aftan rásmarkið, tímalega séð, þegar kemur að netöryggi. Þrír starfsmenn eru í netöryggissveitinni og kom fram á fundinum að þeir þyrftu að vera sex. Í Noregi starfa 280 manns í sambærilegri sveit, 800 í Svíþjóð en hennar starfssvið er töluvert umfangsmeira. Í Finnlandi eru 100 starfsmenn hjá sambærilegri stofnun og í Danmörku er fjöldinn svipaður. Til að stíga næsta skref með netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunnar þyrfti að fjölga starfsmönnum í sex. Um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni er að ræða fyrir alla þjóðina. Netöryggi snertir hagsmuni þjóðarinnar og almennings. Á þessu þarf að taka. Tengdar fréttir Reyndi að brjótast inn í tölvukerfi fleiri fyrirtækja Tölvuþrjóturinn sem braust inn hjá Vodafone aðfaranótt laugardags reyndi fyrst að brjótast inn hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Getum aldrei verið fullkomlega örugg segir sérfræðingur. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að verða meira meðvituð um hættuna af netárásum. 3. desember 2013 08:11 Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt. 4. desember 2013 12:51 Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42 Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. 4. desember 2013 10:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun kom fram kom að Íslendingar ættu að búa sig undir að álíka netárásir, og sú sem gerð var á Vodadone um helgina, myndu eiga sér stað alloft. Ósennilegt væri að svona lagað myndi ekki gerast aftur. Á fundinum var rætt um persónuupplýsingar hjá fjarskiptafyrirtækjum og um netöryggi hér á landi. Fram kom að fræðileg vernd netkerfa snúi í raun að því hve lengi þú getur varið kerfið, ekki hvort þú getir varið kerfið. Hversu vel þú sért á verði og hve slóttugir eru þeir sem reyna að brjótast inn. Þetta væri ekki spurning um af eða á. Samanborið við önnur lönd væri ekki sama hefð hér á landi um netöryggi, í flestum öðrum löndum væri það innbyggt í heri og leyniþjónustur ríkja. Fram kom að aðeins tvö lönd í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, hafi sérstaka löggjöf varðandi netöryggi. Annarsstaðar væri það innbyggt í aðra löggjöf.Vaxandi glæpavandi Í máli forsvarsmanna lögreglunnar kom fram að tölvuglæpir væru sífellt vaxandi vandi og þar væri Ísland ekki undanskilið. Sífellt yrði einfaldara fyrir einstaklinga að framkvæma netglæpi með hraðri fjölgun hugbúnaða sem notaðir eru til verknaðarins. Um vaxandi ógn er að ræða. Tölvuglæpir væru mjög útbreidd starfsemi og sífellt væri verið að kanna veikleika og gera árásir á netkerfi allstaðar í heiminum. Á fundinum var aðstæðum á netinu lýst á þann veg, að þetta væri eins og maður væri að ganga niður Laugaveginn og tæki í alla hurðahúna sem á vegi hans yrðu. Ef hurð opnast gengur hann þar inn. Slíkt mætti margfalda með milljónum eða milljarði. Það væri alltaf verið að reyna að brjótast inn á alla vefi. Um allskonar hópa hakkara er um að ræða og þar á meðal eru skipulögð glæpasamtök sem búa yfir gífurlegu fjármagni. Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, sagði að full ástæða væri til þess að taka aftur upp hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar um netlögreglu sem vakti internetið. Nauðsynlegt er að auka viðbúnað lögreglu gagnvart tölvuglæpum, að gera viðbragðsáætlun og æfa hana og að auka öryggismeðvitund allra Íslendinga. Meira fjármagn þyrfti til verksins.Stækka þarf netöryggissveitina Lög um netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar voru sett í júní 2012 og tóku þau gildi ári seinna. Á fundinum var sagt að Ísland hafi byrjað fyrir aftan rásmarkið, tímalega séð, þegar kemur að netöryggi. Þrír starfsmenn eru í netöryggissveitinni og kom fram á fundinum að þeir þyrftu að vera sex. Í Noregi starfa 280 manns í sambærilegri sveit, 800 í Svíþjóð en hennar starfssvið er töluvert umfangsmeira. Í Finnlandi eru 100 starfsmenn hjá sambærilegri stofnun og í Danmörku er fjöldinn svipaður. Til að stíga næsta skref með netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunnar þyrfti að fjölga starfsmönnum í sex. Um gríðarlega fjárhagslega hagsmuni er að ræða fyrir alla þjóðina. Netöryggi snertir hagsmuni þjóðarinnar og almennings. Á þessu þarf að taka.
Tengdar fréttir Reyndi að brjótast inn í tölvukerfi fleiri fyrirtækja Tölvuþrjóturinn sem braust inn hjá Vodafone aðfaranótt laugardags reyndi fyrst að brjótast inn hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Getum aldrei verið fullkomlega örugg segir sérfræðingur. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að verða meira meðvituð um hættuna af netárásum. 3. desember 2013 08:11 Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt. 4. desember 2013 12:51 Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42 Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. 4. desember 2013 10:09 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Sjá meira
Reyndi að brjótast inn í tölvukerfi fleiri fyrirtækja Tölvuþrjóturinn sem braust inn hjá Vodafone aðfaranótt laugardags reyndi fyrst að brjótast inn hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum. Getum aldrei verið fullkomlega örugg segir sérfræðingur. Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru að verða meira meðvituð um hættuna af netárásum. 3. desember 2013 08:11
Tyrkneski hakkarinn skoðaði líka síðu Símans Sömu ip-tölur og tengjast árasinni á vef Vodafone, voru skráð í kerfið hjá Símanum í fyrrinótt. 4. desember 2013 12:51
Ráðist hefur verið á vef Vodafone í þrígang Ráðist hefur verið í þrígang á vefsíðu Vodafone á Íslandi síðastliðin tvö ár en þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 3. desember 2013 19:42
Forsvarsmenn Vodafone mættu fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir fundinum vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. 4. desember 2013 10:09