„Þetta var bara eins og í bíómynd“ Fanney Birna Jónsdóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. desember 2013 11:01 "Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg. Mynd/Stefán „Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira