Sport

Snertimark aldarinnar | Myndband

Leikmenn og stuðningsmenn Auburn fagna gríðarlega eftir leik.
Leikmenn og stuðningsmenn Auburn fagna gríðarlega eftir leik.
Eitt ótrúlegasta atvik sem hefur sést á íþróttavellinum lengi átti sér stað í háskólaboltanum á milli Alabama og Auburn um helgina.

Það er gríðarlegur rígur á milli þessara skóla og ekki til meiri rígur á milli íþróttaliða í Bandaríkjunum. Þessi leikur vekur því alltaf mikla athygli.

Alabama hefur verið með yfirburði í háskólaruðningnum undanfarin ár og unnið síðustu tvö þeirra. Flestir bjuggust því við sigri þeirra enda liðið geysisterkt.

Þegar leiktíminn var að renna út reyndi Alabama að tryggja sér sigur með 57 jarda vallarmarki. Nýliðinn sem tók sparkið dreif ekki alla leið. Leikmaður Auburn greip boltann og hljóp yfir allan völlinn og tryggði sínu liði sigur.

Aldrei áður í sögunni hefur það gerst að lið hafi unnið leik á þennan hátt þegar leiktíminn var liðinn. Allt varð eðlilega brjálað í kjölfarið og fjölmargir hlupu út á völlinn.

"Þegar ég var að komast í mark þá leit ég til baka og hreinlega trúði ekki því sem var að gerast. Þegar ég hljóp þá hugsað ég: Guð er góður," sagði Chris Davis, hetja Auburn.

Snertimarkið má sjá hér að neðan.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×