Lífið

Óli Geir leitar að nýju alþjóðlegu sviðsnafni

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Mig vantar international dj nafn/svið nafn. Hjálp. Sigurvegarinn fær bunch af money.“
„Mig vantar international dj nafn/svið nafn. Hjálp. Sigurvegarinn fær bunch af money.“ mynd/úr einkasafni
Plötusnúðurinn og athafnamaðurinn Óli Geir stefnir með tónlist sína á erlendan markað og leitar af því tilefni að nýju sviðsnafni. Hann setti inn færslu á Facebook á í vikunni til að fá hugmyndir; „Mig vantar international dj nafn/svið nafn. Hjálp. Sigurvegarinn fær bunch af money.“

„Ég setti þetta meira til gamans þarna inn,“ sagði Óli Geir þegar Vísir hafði samband við hann.

Auk þess að vera að fara að spila erlendis er Óli Geir að gefa út sitt eigið efni í fyrsta sinn og segir hann von á því að það verði tilbúið í janúar eða febrúar. Sem stendur er hann að leita að erlendu útgáfufyrirtæki.

„Ég vildi helst nota mitt nafn en það er pæling að finna eitthvað sem er alþjóðlegra,“ segir Óli Geir.

Við færsluna hafa nú komið þó nokkuð margar hugmyndir að nýju sviðsnafni fyrir Óla Geir. Þegar blaðamaður nefndi hvort að Dj Ók væri ekki gott var Óli Geir ekki sammála. „Það verður að hugsa þetta alla leið, hvernig verður til dæmis að „gúgla“ mann.“

Hann segir marga hrifna af nafninu Iceman en Óla Geir þykir það sjálfum afar hallærislegt. „En þetta eru skemmtilegar pælingar og það er gaman að sjá hvað fólki dettur í hug.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×