Viðskipti innlent

Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Stórþingið í Osló.
Stórþingið í Osló.
Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. Þetta þýðir að norska ríkisolíufélagið Petoro gengur til samstarfs við kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og íslenska félagið Eykon.

Fyrstu tveimur sérleyfunum var úthlutað við athöfn í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í byrjun þessa árs að viðstöddum olíumálaráðherra Noregs. Hjá Orkustofnun stefna menn að því að úthluta þriðja leyfinu fljótlega eftir áramót en ekki liggur fyrir hvort það verði gert með álíka viðhöfn og síðast.

Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×