Vill að ESB standi við IPA samninga Höskuldur Kári Schram skrifar 16. desember 2013 15:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. Evrópusambandið ákvað í byrjun desembermánaðar að draga til baka alla IPA-styrki á Íslandi en styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir þjóðum sem stefna á inngöngu í sambandið. Ákvörðun ESB um að draga styrkina til baka kom íslenskum stjórnvöldum á óvart. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að íslensk stjórnvöld væru nú að skoða réttarstöðu þeirra stofnana sem hafa fengið loforð um styrki um mögulegar bætur frá ESB vegna samningsrofs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði forsætisráðherra hvort slíkt væri í skoðun. Sigmundur Davíð sagðist hafa komið þeim skilaboðum til forystumanna ESB fyrr á þessu ári að hann teldi rétt að klára þau IPA verkefni sem þegar væru búið að semja um. Hins vegar væri skiljanlegt að ekki væri stofnað til nýrra verkefna á meðan aðildarviðræður væru í biðstöðu. Sigmundur telur eðlilegt að kanna réttarstöðu þeirra stofnana sem áttu að fá IPA styrki í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Þessar stofnanir væru búnar að gera ýmsar ráðstafanir vegna þessa. „Þannig að þegar ekki er staðið við að afhenda þá styrki sem höfðu verið gefin fyrirheit um og þessar stofnanir höfðu réttmæta ástæðu til að ætla að myndu skila sér þá taldi formaður utanríkismálanefndar og fulltrúar þar og utanríkisráðherra hefur lýst sömu skoðun að það væri eðlilegt að menn skoðuðu réttarstöðu þessara stofnana sem höfðu gert ráðstafanir í trausti þess að búið væri að semja um að þær fengju þessa tilteknu styrki. Útá það gengur þetta en ekki að halda áfram að bæta við nýjum IPA styrkjum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir eðlilegt að Evrópusambandið standi við þá IPA styrki sem þegar var búið að semja um og segist hafa komið þeim skilaboðum á framfæri til forystumanna ESB fyrr á þessu ári. Evrópusambandið ákvað í byrjun desembermánaðar að draga til baka alla IPA-styrki á Íslandi en styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir þjóðum sem stefna á inngöngu í sambandið. Ákvörðun ESB um að draga styrkina til baka kom íslenskum stjórnvöldum á óvart. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í gær að íslensk stjórnvöld væru nú að skoða réttarstöðu þeirra stofnana sem hafa fengið loforð um styrki um mögulegar bætur frá ESB vegna samningsrofs. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði forsætisráðherra hvort slíkt væri í skoðun. Sigmundur Davíð sagðist hafa komið þeim skilaboðum til forystumanna ESB fyrr á þessu ári að hann teldi rétt að klára þau IPA verkefni sem þegar væru búið að semja um. Hins vegar væri skiljanlegt að ekki væri stofnað til nýrra verkefna á meðan aðildarviðræður væru í biðstöðu. Sigmundur telur eðlilegt að kanna réttarstöðu þeirra stofnana sem áttu að fá IPA styrki í samræmi við fyrirliggjandi samkomulag. Þessar stofnanir væru búnar að gera ýmsar ráðstafanir vegna þessa. „Þannig að þegar ekki er staðið við að afhenda þá styrki sem höfðu verið gefin fyrirheit um og þessar stofnanir höfðu réttmæta ástæðu til að ætla að myndu skila sér þá taldi formaður utanríkismálanefndar og fulltrúar þar og utanríkisráðherra hefur lýst sömu skoðun að það væri eðlilegt að menn skoðuðu réttarstöðu þessara stofnana sem höfðu gert ráðstafanir í trausti þess að búið væri að semja um að þær fengju þessa tilteknu styrki. Útá það gengur þetta en ekki að halda áfram að bæta við nýjum IPA styrkjum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira