Sport

Gautaborg United vann miðriðil Superettunnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Alexander og Ingólfur að verja smass í leik með Gautaborg United.
Alexander og Ingólfur að verja smass í leik með Gautaborg United.
Gautaborg United sem Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson leika með skelltu Tuve 3-0 í síðasta leik sínum í miðriðli Superettunnar, þriðju efstu deildar í blaki í Svíþjóð.

Gautaborg vann þar með riðilinn en liðið vann níu af tíu leikjum sínum og tekur sæti í næst eftur deild eftir áramót þar sem sex lið berjast um sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Alexander og Ingólfur Hilmar leika stórt hlutverk í liði Gautaborgar en þeir gengu til liðs við félagið í sumar frá uppeldisfélagi sínu HK.

Gautaborg United hefur leikið betur og betur eftir því sem liðið hefur á tímabilið og er til alls líklegt í Allsvenskunni á nýju ári.

Tvö lið komust í Allsvenskuna úr hverjum þriggja riðlanna í Superettunni og ljóst að allir leikirnir verða spennandi og hart verður barist um sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×