Garcia nálgast fyrsta titil ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2013 13:38 Katharina Boehm, kærasta Garcia, var kylfuberi hans í dag. Nordic Photos / Getty Images Þetta hefur ekki verið frábært ár hjá Sergio Garcia en hann stendur vel að vígi á sterku móti í Tælandi fyrir lokahringinn á morgun. Garcia hefur helst komið sér í fréttirnar á þessu ári fyrir deilur sínar við Tiger Woods. Hann lét óviðeigandi orð falla um Tiger í vor og þurfti að biðjast afsökunar á þeim. En hann hefur náð sér vel á strik í Tælandi og er með fjögurra forystu fyrir lokahringinn eftir að hafa spilað á 65 höggum í morgun eða sjö undir pari. Hann er alls átján höggum undir pari eftir þrjá hringi. Svíinn Henrik Stenson lék einnig á 65 höggum í dag og er í öðru sæti ásamt Anirban Lahiri frá Indlandi. Justin Rose frá Englandi var jafn Garcia fyrir hringinn í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum. Hann er í fjórða sæti, fimm höggum á eftir Garcia. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þetta hefur ekki verið frábært ár hjá Sergio Garcia en hann stendur vel að vígi á sterku móti í Tælandi fyrir lokahringinn á morgun. Garcia hefur helst komið sér í fréttirnar á þessu ári fyrir deilur sínar við Tiger Woods. Hann lét óviðeigandi orð falla um Tiger í vor og þurfti að biðjast afsökunar á þeim. En hann hefur náð sér vel á strik í Tælandi og er með fjögurra forystu fyrir lokahringinn eftir að hafa spilað á 65 höggum í morgun eða sjö undir pari. Hann er alls átján höggum undir pari eftir þrjá hringi. Svíinn Henrik Stenson lék einnig á 65 höggum í dag og er í öðru sæti ásamt Anirban Lahiri frá Indlandi. Justin Rose frá Englandi var jafn Garcia fyrir hringinn í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum. Hann er í fjórða sæti, fimm höggum á eftir Garcia.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira