Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. desember 2013 16:58 Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar. Með dómi í Al-Thani málinu voru þeir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt fyrir að segja sig frá verjendastörfum í málinu á fyrri stigum þess að tilefnislausu. Um þetta segir í dómnum: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þegar Gestur og Ragnar tóku hina umdeildu ákvörðun mættu þeir í viðtal í Íslandi í dag sem má sjá hér. Við hittum Gest Jónsson á skrifstofu hans í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Gestur segir þetta ung orð í garð sín og Ragnars í dómsniðurstöðunni. „Já, þetta eru mjög alvarleg orð en mér eru þau óskiljanleg. Ég var hættur sem verjandi og það sama gildir um Ragnar Hall á þeim tíma sem við létum af störfum þá var Pétur Guðgeirsson dómari í málinu og ég kom aldrei í þinghald þar sem þessir dómarar voru í forsæti,“ segir Gestur. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ segir Gestur en segist ekki vera neinn sérfræðingur í réttarfarssektum enda hafi hann aldrei verið í þinghaldi þar sem slíkum sektum var beitt. Málið sé óvenjulegt. Ragnar Hall er einnig mjög óhress með ákvörðun um réttarfarssekt og brýningu sem þeir fá í dómsniðurstöðunni. Hann kallar þetta „vitleysisgang“ í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ segir Ragnar en þeir mættu samt báðir við dómsuppsöguna í gær. Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59 Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20 Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar. Með dómi í Al-Thani málinu voru þeir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt fyrir að segja sig frá verjendastörfum í málinu á fyrri stigum þess að tilefnislausu. Um þetta segir í dómnum: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“ Þegar Gestur og Ragnar tóku hina umdeildu ákvörðun mættu þeir í viðtal í Íslandi í dag sem má sjá hér. Við hittum Gest Jónsson á skrifstofu hans í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Gestur segir þetta ung orð í garð sín og Ragnars í dómsniðurstöðunni. „Já, þetta eru mjög alvarleg orð en mér eru þau óskiljanleg. Ég var hættur sem verjandi og það sama gildir um Ragnar Hall á þeim tíma sem við létum af störfum þá var Pétur Guðgeirsson dómari í málinu og ég kom aldrei í þinghald þar sem þessir dómarar voru í forsæti,“ segir Gestur. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ segir Gestur en segist ekki vera neinn sérfræðingur í réttarfarssektum enda hafi hann aldrei verið í þinghaldi þar sem slíkum sektum var beitt. Málið sé óvenjulegt. Ragnar Hall er einnig mjög óhress með ákvörðun um réttarfarssekt og brýningu sem þeir fá í dómsniðurstöðunni. Hann kallar þetta „vitleysisgang“ í viðtali við Morgunblaðið í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ segir Ragnar en þeir mættu samt báðir við dómsuppsöguna í gær.
Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59 Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20 Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Sjá meira
Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51
Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag. 12. desember 2013 16:16
Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49
Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00
Al Thani dómarnir vekja víða athygli Dómarnir yfir Kaupþingsmönnunum sem féllu í héraðsdómi í gær hafa vakið töluverða athygli út fyrir landsteinana. Margir af stærstu miðlum heims hafa fjallað um málið og má þar nefna BBC, Financial Times, Bloomberg og the Wall Street Journal. 13. desember 2013 07:59
Al-Thani dómurinn vekur heimsathygli Fréttin um niðurstöður Al-Thani málsins í héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið heimsathygli í dag. 12. desember 2013 17:20
Ólafur áfrýjar Al-Thani dómnum ÓIafur Ólafsson, einn hinna ákærðu í Al-Thani málinu mun áfrýja dómi héraðsdóms Reykjavíkur til hæstaréttar. 12. desember 2013 17:35