Segir AGS reka pólitík sem vinni gegn hagsmunum almennings Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 12:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að sjóðurinn hafi alltaf verið á móti almennum aðgerðum og að pólitísk stefna hans hafi aldrei reynst almenningi vel. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldaaðgerðirnar séu verðbólguhvetjandi og að þær muni auka vanda Íbúðalánasjóðs. Seðlabanki Íslands tekur í svipaðan streng. Í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans í vikunni kom fram að nefndin telur að áhrif skuldaniðurfærslunnar á verðbólgu séu mögulega vanmetin. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, tók málið upp á Alþingi og kallaði eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. „Eins og hæstvirtur forsætisráðherra veit þá hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána við aukna verðbólgu. Þannig að hættan er sú að boðaðar aðgerðir verði einfaldlega á skömmum tíma étnar upp af verðbólgu,“ sagði Guðmundur. Forsætisráðherra sagði að afstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi alltaf legið fyrir. „Það er svosem ekki nýtt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst sig andsnúinn almennum skuldaaðgerðum undanfarin ár. Ég hef fyrir mitt leyti marglýst að ég sé algjörlega ósammála þeirri pólitík sem AGS rekur og hefur því miður ekki reynst heimilum sérstaklega vel í mörgum eða flestum þeirra landa sem AGS hefur komið að málum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagði hins vegar að afstaða Seðlabankans hafi verið jákvæðari en hann átti von á. „Það er reyndar í áætlun bankans örlitið meiri verðbólga heldur en í þeirri greiningu sem sérfræðihópurinn vann. En það eru ekki veruleg áhrif. Það eru mjög óveruleg áhrif sem hægt er að hafa áhrif á þ.e. vinna gegn og það er gert ekki hvað síst með seinni hluta aðgerðanna þ.e. öðrum áfanganum varðandi skattaafslátt vegna séreignasparnaðar. Það virkar í hina áttina. Þannig að saman virka þessar leiðir til þess að magna upp kosti hvorrar leiðar fyrir sig og draga úr ókostunum,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira