Sport

Super Bowl á Stöð 2 Sport á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitaleikjunum í NFL-deildinni þetta tímabilið.

Síðustu þrír leikir tímabilsins verða sýndir hér á landi en það eru úrslitaleikirnir í NFC- og AFC-deildunum auk úrslitaleiksins sjálfs, Super Bowl.

„Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem að Super Bowl verður í besta sætinu en ESPN America sá um að þjónusta NFL-aðdáendur hér á landi lengi vel,“ segir Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports. ESPN America hætti útsendingum í Evrópu í sumar.

„Ég tel að Super Bowl sé einn af fjórum stærstu viðburðum næsta árs, ásamt vetrarólympíuleikunum, úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitaleik HM.“

Úrslitaleikir deildanna fara fram sunnudaginn 19. janúar en Super Bowl fer svo fram í New York þann 2. febrúar.

„Það er von á öllu í New York - þess vegna fimmtán stiga frosti. Ekki spillir svo fyrir að kóngurinn treður upp í hálfleik,“ bætir Hjörvar við og á þar við tónlistarmanninn Bruno Mars sem er aðalatriðið í hálfleiksskemmtun leiksins þetta árið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×