Handbolti

Daníel Freyr verður lengi frá

Daníel Freyr Andrésson.
Daníel Freyr Andrésson.
Karlalið FH varð fyrir gríðarlegri blóðtöku í dag þegar ljóst var að markvörðurinn magnaði, Daníel Freyr Andrésson, getur ekki leikið með liðinu næstu mánuði vegna meiðsla.

Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, staðfestir þessi tíðindi við mbl.is í dag.

„Hann braut bátsbein í hendi. Þetta er lítið bein við lófann. Hann varði skot og fann fyrir verk en kláraði leikinn. Þetta eru ekki góð meiðsli fyrir handboltamenn og nánast öruggt að hann þurfi að fara í aðgerð,“ sagði Einar Andri  við mbl.is.

Eins og staðan er núna verður markvörðurinn frá næstu þrjá mánuði.

Hann var valinn í 28 manna landsliðshóp í gær en ljóst er að hann mun ekki eiga möguleika á því að komast á EM og hópur Arons þjálfara telur nú 27 leikmenn.

Einar Andri segir enn fremur að FH muni reyna að finna nýjan markvörð til þess að leysa Daníel af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×