Námsmenn látnir borga brúsann Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2013 10:08 Sigmundur Davíð er búinn að finna breiðu bökin, að sögn Árna Páls: Námsmenn. Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira
Hækka á skráningargjöldin í HÍ en skólinn mun aðeins fá tæpar 40 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, segir fjáröflun ríkisstjórnarinnar á mörkum hins siðlega. Nú á að hækka skráningargjöld í HÍ úr kr. 60.000 í kr. 75.000 en Háskóli Íslands mun hins vegar bara fá 39,2 milljónir af þeim 213 milljónum sem gjaldið gefur. Restin fer í ríkissjóð. Þetta er samkvæmt fjárlagagerð. „Breiðu bökin eru fundin. Sérstakur skattur á námsmenn, utan hins hefðbundna tekjuskattskerfis. Svona er hægt að flytja skattbyrði af ríku fólki á venjulegt fólk með miklu fljótvirkari hætti en með breytingum á tekjuskattskerfinu.“ Árni segir spurður rétt að síðasta ríkisstjórn hækkaði skráningargjöldin úr 50 þúsundum í 60. „En, sú hækkun fór auðvitað öll til Háskólans.“ Hann segir þetta sömu fléttuna og með útvarpsgjaldið. „Sem er nefskattur. Með útvarpsgjaldinu borgar 18 ára stelpa sama og Sigmundur Davíð og atvinnulaus maður, því það er enginn persónuafsláttur og engin þrepaskipting í skatti. Það sem þeir eru að gera með skipulögðum hætti er að flytja skattbyrðina úr hinu almenna skattkerfi þar sem tekjulágt fólk nýtur persónuafsláttar og lægra skattþreps yfir í nefskatta og sérstök gjöld þar sem allir borga jafnt hvort sem þeir heita Sigmundur Davíð eða Jón Jónsson.“Árni Páll Árnason segir stjórnarflokkana grafa undan tekjujöfnun skattkerfisins.Formaður Samfylkingarinnar segir að með þessu grafi ríkisstjórnin undan tekjujöfnunarkerfi skattkerfisins. Og komi aftan að kerfinu. „Þeir fara þessa leið til að mola það niður. Þora ekki gegn þrepaskattkerfinu. Leggja ekki til formlegar tillögur um að leggja það niður en mola það niður með þessu. Fleiri og fleiri gjöld sem ríkir og fátækir borga það sama.“ Talsmenn þeirra flokka sem nú eru við völd hafa talað fyrir einföldun skattkerfisins en þetta gengur þvert á þau frómu markmið. „Þvert á móti,“ segir Árni. „Þetta er leið til að auka hlut lágtekjufólks, tekjulausra í samneyslunni. Með því að láta fólk borga sérstök gjöld og gefa þeim svo ekki þjónustuna sem það telur sig vera að borga fyrir. Nemendur eðlilega ósáttir; borga há skráningargjöld og skólinn fjársveltur. Grafið undan hinu opinberri þjónustu. Allir telja sig vera að borga fyrir eitthvað sem þeir fá ekki.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Sjá meira