Barnsmóðir Stefáns Loga var hrædd um barnið: „Hann hótaði líka að drepa hana“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. desember 2013 10:55 Stefán Logi Sívarsson við þingfestingu málsins. mynd/gva Aðalmeðferð heldur áfram í dag í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Fyrst var fjallað um ákæru á hendur Stefáni Loga Sívarssyni fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður í október 2012 og gaf hún skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hún segir Stefán Loga meðal annars hótað því að drepa dóttur sína. Stefáni Loga var gert að víkja úr dómsal á meðan hún gaf skýrsluna, og augljóst var að skýrslugjöfin tók mikið á konuna. Hún segir Stefán Loga hafa byrjað á því að taka sig kverkataki. „Hann tók belti og setti um hálsinn á mér og dró mig inn í herbergi til dóttur minnar,“ segir konan, sem hélt á tímabili að hún væri að deyja. „Hann hélt áfram að kyrkja mig með bandinu þangað til hann leyfði mér að anda í smátíma. Ég hélt ég væri að deyja. Svo hélt hann áfram og ég náði að grátbiðja hann að fara en hann fór ekki.“ Aðspurð sagði konan að sér hefði liðið eins og hún væri að kafna eða missa meðvitund. Hún segir að hann hafi endurtekið leikinn inni í stofu íbúðarinnar og heimtað að hún stundaði kynlíf með sér. Hún hafi haldið áfram að biðja hann að fara þar sem dóttirin svaf í næsta herbergi, og að á endanum hafi hann farið. Hálftíma síðar hafi hann komið aftur. „Ég gat ekkert farið af því dóttir mín var þarna. Hann bað mig bara afsökunar.“ Hún segir Stefán Loga hafa reiðst vegna „einhvers manns sem hún talaði við“ og að hann hafi verið „ofboðslega afbrýðisamur“.Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hófst í gær.mynd/gvaVildi ekki valda fjölskyldunni áhyggjum Konan segir að daginn eftir hafi hún vaknað „rosalega rauð í augunum“. „Ég skildi ekki af hverju ég var svona rauð í kringum augun. Tveimur dögum seinna er ég að skoða augun á mér og þá sé ég að það sést blóð inni í augunum, inni í hvítunni. Svo byrjaði ég að skyrpa blóði, blóðslími, og það var eins og nefgöngin væru stífluð. Ég fór því til læknis.“ Konan segist hafa verið mjög hrædd við Stefán Loga og hrædd um barnið sitt. „Hann hótaði líka að drepa hana.“ Að sögn konunnar hefur mikið gengið á í samskiptum hennar og Stefáni Loga eftir árásina. „Eftir þessa árás lét hann mig ekki í friði. Í desember lét ég mig hverfa eiginlega, skipti um númer og ætlaði að reyna að halda áfram.“ Verjandi Stefáns Loga spurði konuna hvenær hún hefði leitað til læknis og svaraði hún því að það hefði hún gert tveimur dögum eftir árásina. Hún segist hafa látið tvær vinkonur sínar vita af því sem gerðist en segist ekki hafa kært. Aðspurð segist hún hafa upplýst lögreglu um málið í sumar. Þá hafi hún ekki sagt fjölskyldu sinni frá árásinni þar sem hún hafi ekki viljað valda áhyggjum. „Þú sagðir að hann ætlaði að drepa þig, hvað sagði hann?,“ spurði verjandinn. „Ég ætla að drepa þig,“ svaraði konan. „Sagði hann jafnframt að hann ætlaði að drepa dóttur ykkar?,“ spurði verjandinn. „Já, „ég ætla að drepa þig,“ og svo ætlaði hann að drepa hana.“Fjórir af fimm ákærðu í Stokkseyrarmálinu við þingfestingu.mynd/gvaÞungt yfir öllum Konan segist ekki hafa haft samskipti við Stefán Loga undanfarið. Vinir hans hafi þó reynt að hafa samband á Facebook. Hann hafi síðast haft samband í lok júlí eftir að hún kom heim frá útlöndum og „reynt að útskýra eitthvað“. Verjandi sagði við konuna að Stefán Logi hefði sagt að sambandi hans við konuna hefði lokið í byrjun þessa árs þegar hann var sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi. „Nei þá vorum við hætt saman, í desember 2012,“ svaraði konan. „Hættuð þið saman í tengslum við þennan dóm?,“ spurði verjandinn. „Nei hann datt í það í desember. Þetta var ekki í tengslum við þennan dóm. Ég frétti af þessum dómi bara einhvern tímann í janúar.“ Konan segist ekki hafa lagt fram kæru vegna þess að henni fyndist sem ekki væri tekið mark á sér. „Ég var búin að tala oft við hana (lögregluna) út af ofbeldi. Ég var búin að reyna að leggja fram kæru. Svo man ég bara eftir því þegar ég mætti sjálf upp á lögreglustöð eftir að hann hafði ráðist á mig og ætlaði að bíta af mér nefið. Þá tók lögreglan því óskaplega rólega og fannst ég líta út eins og geðsjúklingur.“ Hún segir atburðina hafa tekið mjög á fjölskylduna. „Það er þungt yfir þeim öllum. Ég veit að yngsta systir mín er hrædd. Hún er fædd 2000 og skilur þetta ekki. Dóttir mín er óörugg og finnst ekki gott að sofa heima hjá sér. Það eru allir bara pínu stressaðir. Til dæmis ef maður kemur seint heim, að athuga hvar ég er. Eins þegar ég er heima hjá mér. Ég vakna upp á nóttunni. Ef það skellur hurð þá er ég hrædd um að það sé búið að brjótast inn, eða að vinir hans séu komnir.“ Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37 Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Aðalmeðferð heldur áfram í dag í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Fyrst var fjallað um ákæru á hendur Stefáni Loga Sívarssyni fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður í október 2012 og gaf hún skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hún segir Stefán Loga meðal annars hótað því að drepa dóttur sína. Stefáni Loga var gert að víkja úr dómsal á meðan hún gaf skýrsluna, og augljóst var að skýrslugjöfin tók mikið á konuna. Hún segir Stefán Loga hafa byrjað á því að taka sig kverkataki. „Hann tók belti og setti um hálsinn á mér og dró mig inn í herbergi til dóttur minnar,“ segir konan, sem hélt á tímabili að hún væri að deyja. „Hann hélt áfram að kyrkja mig með bandinu þangað til hann leyfði mér að anda í smátíma. Ég hélt ég væri að deyja. Svo hélt hann áfram og ég náði að grátbiðja hann að fara en hann fór ekki.“ Aðspurð sagði konan að sér hefði liðið eins og hún væri að kafna eða missa meðvitund. Hún segir að hann hafi endurtekið leikinn inni í stofu íbúðarinnar og heimtað að hún stundaði kynlíf með sér. Hún hafi haldið áfram að biðja hann að fara þar sem dóttirin svaf í næsta herbergi, og að á endanum hafi hann farið. Hálftíma síðar hafi hann komið aftur. „Ég gat ekkert farið af því dóttir mín var þarna. Hann bað mig bara afsökunar.“ Hún segir Stefán Loga hafa reiðst vegna „einhvers manns sem hún talaði við“ og að hann hafi verið „ofboðslega afbrýðisamur“.Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hófst í gær.mynd/gvaVildi ekki valda fjölskyldunni áhyggjum Konan segir að daginn eftir hafi hún vaknað „rosalega rauð í augunum“. „Ég skildi ekki af hverju ég var svona rauð í kringum augun. Tveimur dögum seinna er ég að skoða augun á mér og þá sé ég að það sést blóð inni í augunum, inni í hvítunni. Svo byrjaði ég að skyrpa blóði, blóðslími, og það var eins og nefgöngin væru stífluð. Ég fór því til læknis.“ Konan segist hafa verið mjög hrædd við Stefán Loga og hrædd um barnið sitt. „Hann hótaði líka að drepa hana.“ Að sögn konunnar hefur mikið gengið á í samskiptum hennar og Stefáni Loga eftir árásina. „Eftir þessa árás lét hann mig ekki í friði. Í desember lét ég mig hverfa eiginlega, skipti um númer og ætlaði að reyna að halda áfram.“ Verjandi Stefáns Loga spurði konuna hvenær hún hefði leitað til læknis og svaraði hún því að það hefði hún gert tveimur dögum eftir árásina. Hún segist hafa látið tvær vinkonur sínar vita af því sem gerðist en segist ekki hafa kært. Aðspurð segist hún hafa upplýst lögreglu um málið í sumar. Þá hafi hún ekki sagt fjölskyldu sinni frá árásinni þar sem hún hafi ekki viljað valda áhyggjum. „Þú sagðir að hann ætlaði að drepa þig, hvað sagði hann?,“ spurði verjandinn. „Ég ætla að drepa þig,“ svaraði konan. „Sagði hann jafnframt að hann ætlaði að drepa dóttur ykkar?,“ spurði verjandinn. „Já, „ég ætla að drepa þig,“ og svo ætlaði hann að drepa hana.“Fjórir af fimm ákærðu í Stokkseyrarmálinu við þingfestingu.mynd/gvaÞungt yfir öllum Konan segist ekki hafa haft samskipti við Stefán Loga undanfarið. Vinir hans hafi þó reynt að hafa samband á Facebook. Hann hafi síðast haft samband í lok júlí eftir að hún kom heim frá útlöndum og „reynt að útskýra eitthvað“. Verjandi sagði við konuna að Stefán Logi hefði sagt að sambandi hans við konuna hefði lokið í byrjun þessa árs þegar hann var sakfelldur fyrir nauðgun í héraðsdómi. „Nei þá vorum við hætt saman, í desember 2012,“ svaraði konan. „Hættuð þið saman í tengslum við þennan dóm?,“ spurði verjandinn. „Nei hann datt í það í desember. Þetta var ekki í tengslum við þennan dóm. Ég frétti af þessum dómi bara einhvern tímann í janúar.“ Konan segist ekki hafa lagt fram kæru vegna þess að henni fyndist sem ekki væri tekið mark á sér. „Ég var búin að tala oft við hana (lögregluna) út af ofbeldi. Ég var búin að reyna að leggja fram kæru. Svo man ég bara eftir því þegar ég mætti sjálf upp á lögreglustöð eftir að hann hafði ráðist á mig og ætlaði að bíta af mér nefið. Þá tók lögreglan því óskaplega rólega og fannst ég líta út eins og geðsjúklingur.“ Hún segir atburðina hafa tekið mjög á fjölskylduna. „Það er þungt yfir þeim öllum. Ég veit að yngsta systir mín er hrædd. Hún er fædd 2000 og skilur þetta ekki. Dóttir mín er óörugg og finnst ekki gott að sofa heima hjá sér. Það eru allir bara pínu stressaðir. Til dæmis ef maður kemur seint heim, að athuga hvar ég er. Eins þegar ég er heima hjá mér. Ég vakna upp á nóttunni. Ef það skellur hurð þá er ég hrædd um að það sé búið að brjótast inn, eða að vinir hans séu komnir.“
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37 Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37
Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann lýsir hryllilegum misþyrmingum sem hafi haft varanleg áhrif á hann. 9. desember 2013 18:09
Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00
Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45
Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45
Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33
Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10
Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57
"Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31
Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00
Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57
Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30
Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34
Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33
Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53
Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04
Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45
Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08
Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45
Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00