Íslenski boltinn

Ætlaði aldrei að spila með Selfossi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagný í Valsbúningnum árið 2010.
Dagný í Valsbúningnum árið 2010. Mynd/Stefán
Kvennalið Selfoss í knattspyrnu fékk vænan liðstyrk í gær er landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir gekk í raðir félagsins.

Dagný er uppalin á Hellu en hefur leikið með Valskonum undanfarin sumur meðfram námi sínu og knattspyrnu með Florida State í Bandaríkjunum.

Vorið 2010 var Dagný byrjuð að stimpla sig inn í íslenska landsliðið og var Íslandsmeistari með Val. Í tilefni af því var hún tekin í viðtal á Fótbolta.net. Þar var hún meðal annars spurð að því með hvaða liði hún gæti aldrei hugsað sér að spila. Svar hennar var einfalt: Selfossi.

Þremur og hálfu ári síðar er landsliðskonan gengin í raðir Selfyssinga sem verða með afar spennandi lið næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×