Fimm tekjuhæstu myndir ársins sóttar 65 þúsund sinnum Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2013 12:14 Fimm tekjuhæstu kvikmyndir þessa árs höluðu samanlagt inn 4.424 milljónir Bandaríkjadala. Það reiknast tæplega 509 milljarðar króna. Þessum fimm myndum hefur samkvæmt gróflegri könnun Vísis, verið niðurhalað um 65.000 sinnum á torrent síðunni Deildu.net.1. Iron Man 3 (1,2 milljarðar dala) Sótt um 10 þúsund sinnum.2. Despicable Me 2 (919 milljónir dala) Sótt um 20 þúsund sinnum.3. Fast & Furious 6 (789 milljónir dala) Sótt 5-6 þúsund sinnum.4. The Hunger Games:Catching Fire (772 milljónir dala) Sótt hátt í þúsund sinnum – Myndin er ekki komin á dvd.5. Monsters University (744 milljónir dala) Sótt um 15 þúsund sinnum. Fréttastofan hafði samband við Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS og spurði hann hvort niðurhal þetta hefði áhrif á tekjur kvikmynda. „Capacent könnun frá árinu 2011 sýnir að tveir af hverjum tíu hefði keypt efnið hefðu þeir ekki haft aðgang að því ókeypis í gegnum síður eins og deildu.net,“ segir Snæbjörn. „Það mætti líta á þetta allt sem tap, en strangt til tekið hefðu ekki allir sem sóttu efnið, keypt það. Þess vegna förum við oft eftir þessari könnun.“ Yfirleitt haldast í hendur vinsældir mynda og hve oft þær séu sóttar á netið, en þar skiptir líka máli í hvaða gæðum þær leka á netið og tímasetningin. Þar nefnir Snæbjörn dæmi um frönsku myndina Intouchables, sem kom út á síðasta ári. Sú mynd var komin á Deildu.net, með íslenskum texta, mjög fljótlega og jafnvel áður en hún var sýnd í bíóum hérlendis. Henni var mikið niðurhalað en þrátt fyrir það fékk hún mikla aðsókn í bíóhúsum. Deildu.net er þó langt frá því að vera eina torrent síðan þar sem fólk getur sótt afþreyingarefni eins og kvikmyndir. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fimm tekjuhæstu kvikmyndir þessa árs höluðu samanlagt inn 4.424 milljónir Bandaríkjadala. Það reiknast tæplega 509 milljarðar króna. Þessum fimm myndum hefur samkvæmt gróflegri könnun Vísis, verið niðurhalað um 65.000 sinnum á torrent síðunni Deildu.net.1. Iron Man 3 (1,2 milljarðar dala) Sótt um 10 þúsund sinnum.2. Despicable Me 2 (919 milljónir dala) Sótt um 20 þúsund sinnum.3. Fast & Furious 6 (789 milljónir dala) Sótt 5-6 þúsund sinnum.4. The Hunger Games:Catching Fire (772 milljónir dala) Sótt hátt í þúsund sinnum – Myndin er ekki komin á dvd.5. Monsters University (744 milljónir dala) Sótt um 15 þúsund sinnum. Fréttastofan hafði samband við Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóra SMÁÍS og spurði hann hvort niðurhal þetta hefði áhrif á tekjur kvikmynda. „Capacent könnun frá árinu 2011 sýnir að tveir af hverjum tíu hefði keypt efnið hefðu þeir ekki haft aðgang að því ókeypis í gegnum síður eins og deildu.net,“ segir Snæbjörn. „Það mætti líta á þetta allt sem tap, en strangt til tekið hefðu ekki allir sem sóttu efnið, keypt það. Þess vegna förum við oft eftir þessari könnun.“ Yfirleitt haldast í hendur vinsældir mynda og hve oft þær séu sóttar á netið, en þar skiptir líka máli í hvaða gæðum þær leka á netið og tímasetningin. Þar nefnir Snæbjörn dæmi um frönsku myndina Intouchables, sem kom út á síðasta ári. Sú mynd var komin á Deildu.net, með íslenskum texta, mjög fljótlega og jafnvel áður en hún var sýnd í bíóum hérlendis. Henni var mikið niðurhalað en þrátt fyrir það fékk hún mikla aðsókn í bíóhúsum. Deildu.net er þó langt frá því að vera eina torrent síðan þar sem fólk getur sótt afþreyingarefni eins og kvikmyndir.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira