Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. desember 2013 18:54 „Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
„Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent