Þakkir til Íslendings fyrir refsingar á bankamönnum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. desember 2013 18:54 „Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Halló. Þakka þér að Íslendingum fyrir að gefa frábært dæmi um baráttu og sigur gegn villainous bankamönnum.“ Þessi skilaboð fann Guðmundur Felix Grétarsson á bílnum sínum í morgun þar sem hann býr í Lyon í Frakklandi. Eins og margir eflaust vita er Guðmundur að bíða eftir að komast í aðgerð til þess að fá græddar á sig nýjar hendur, en hann missti báðar hendurnar í slysi sem hann varð fyrir árið 1998. Guðmundur þekkir manninn sem setti skilaboðin á bílrúðuna ekki neitt. Hann bætti honum þó við á Facebook síðu sína eftir að hann fékk skilaboðin og komst þá að því að maðurinn virðist vera mikill aðdáandi Íslands, hann er meðal annars með íslenska fánann sem opnumynd á síðunni sinni. Maðurinn hefur áttað sig á því að eigandi bílsins væri Íslendingur þar sem hann er með íslenskt bílnúmer með íslenska fánanum. „Þetta var plastað og textinn er á ensku og síðan er „Google-translate“ þýðing yfir á íslensku á miðanum,“ segir Guðmundur. Maðurinn er greinilega ánægður með það að íslenskum bankamönnum sé refsað á Íslandi og Guðmundur telur að það sé hann að vitna til nýrra frétta af Al Thani málinu.Bréfið sem Guðmundur fann á bílnum síum í morgun.Í bréfinu lýsir maðurinn því yfir hvað hann sé ánægður með Íslendinga og fordæmi þeirra í að refsa bankamönnum. Hið sama sé ekki uppi á teningnum í Frakklandi. Hann langi til að segja velkominn við Guðmund en það sé varla hægt að bjóða einhvern velkomin til lands eins og Frakklands þar sem hálfgert einræði ríki. Að lokum óskar hann Guðmundi velgengni og „Google-transelate“ þýðir setninguna svona: „fá mínar bestu óskir um velgengi fyrir það sem þú vilt takast á hendur.“ Guðmundi finnst kveðjan um hendurnar fyndin í ljósi aðstæðna hans. Hann segir þetta alls ekki eina dæmið um að Frakkar virðist ánægðir með Íslendinga. Foreldrar hans hafi nokkrum sinnum lent í því á röltinu að þegar fólk áttar sig á því að þau séu Íslendingar, að það minnist á það við þau hvað Ísland sé frábært fyrir að hafa tekið svona vel á málunum. Guðmundur heldur upp á jólin með fjölskyldu sinni, foreldrum tveimur dætrum og vini í Lyon. Yngri dóttir hans ætlar að vera hjá honum áfram og hefja skólagöngu þar eftir áramótin. „Samkvæmt nýjustu fréttum fer ég á listann strax eftir áramót,“ svarar Guðmundur um hvenær hann eigi von á því að komast í aðgerðina til að fá græddar nýjar hendur á sig.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira