Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 24. desember 2013 12:52 Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Með þeim er olíuleit við Austur-Grænland formlega hafin í fyrsta sinn. Yfir þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa þegar myndað samstarfshóp með það í huga að Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn olíuleitarinnar. Olíuleit þessa næsta nágrannaríkis Íslendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina en færist nú einnig yfir að austurströndinni, þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Þremur leyfum var úthlutað; Statoil, ConocoPhillips og NunaOil, félag Grænlendinga, eru saman í einu. Í öðru Eni, BP, DONG og NunaOil, og í þriðja leyfinu eru Chevron, GreenPex, Shell og NunaOil. Grænlensk stjórnvöld segja að þátttaka stærstu olíufélaga heims gefi tilefni til bjartsýni. „Það er afar ánægjulegt að sjá að okkur tókst að laða til okkar stærstu olíufélögin í heiminum til að leita að olíu og gasi á okkar svæði. Það eykur trú okkar um að það takist að finna olíu og gas í vinnanlegu magni,” segir iðnaðar- og auðlindaráðherra Grænlands, Jens-Erik Kirkegård, í yfirlýsingu. Ráðherrann undirstrikar jafnframt að „öll olíu- og gasleit fer fram samkvæmt ströngustu mögulegu kröfum sem lýtur að því að vernda umhverfið og lífríki hafsins”.Mynd sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur gert um tækifæri Norðurlands.Á Íslandi telja margir að olíuleit við Austur-Grænland geti skapað Íslendingum veruleg tækifæri, vegna skorts á aðstöðu á Grænlandi, og í fyrra hóf hófu Eyfirðingar markaðsátak til að tryggja að Akureyri og Eyjafjörður fái bita af kökunni. Yfir þrjátíu aðilar hafa slegist í hópinn, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla.Eyfirðingar undirbúa þjónustuhöfn á Dysnesi norðan Akureyrar.Síðastliðið vor var svo stofnað félag um að byggja Dysneshöfn upp sem þjónustuhöfn Norðurslóða. Dysnes er fimmtán kílómetrum norðan Akureyrar og vinnur félagið nú að gerð umhverfismats fyrir höfn sem áætlað er að kosti átján milljarða króna. Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. 20. desember 2012 22:14 Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Með þeim er olíuleit við Austur-Grænland formlega hafin í fyrsta sinn. Yfir þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa þegar myndað samstarfshóp með það í huga að Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn olíuleitarinnar. Olíuleit þessa næsta nágrannaríkis Íslendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina en færist nú einnig yfir að austurströndinni, þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Þremur leyfum var úthlutað; Statoil, ConocoPhillips og NunaOil, félag Grænlendinga, eru saman í einu. Í öðru Eni, BP, DONG og NunaOil, og í þriðja leyfinu eru Chevron, GreenPex, Shell og NunaOil. Grænlensk stjórnvöld segja að þátttaka stærstu olíufélaga heims gefi tilefni til bjartsýni. „Það er afar ánægjulegt að sjá að okkur tókst að laða til okkar stærstu olíufélögin í heiminum til að leita að olíu og gasi á okkar svæði. Það eykur trú okkar um að það takist að finna olíu og gas í vinnanlegu magni,” segir iðnaðar- og auðlindaráðherra Grænlands, Jens-Erik Kirkegård, í yfirlýsingu. Ráðherrann undirstrikar jafnframt að „öll olíu- og gasleit fer fram samkvæmt ströngustu mögulegu kröfum sem lýtur að því að vernda umhverfið og lífríki hafsins”.Mynd sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur gert um tækifæri Norðurlands.Á Íslandi telja margir að olíuleit við Austur-Grænland geti skapað Íslendingum veruleg tækifæri, vegna skorts á aðstöðu á Grænlandi, og í fyrra hóf hófu Eyfirðingar markaðsátak til að tryggja að Akureyri og Eyjafjörður fái bita af kökunni. Yfir þrjátíu aðilar hafa slegist í hópinn, þeirra á meðal Eimskip, Slippurinn, Íslandsbanki, Arionbanki, Akureyrarbær, Háskólinn á Akureyri, Norlandair og verkfræðistofurnar Mannvit og Efla.Eyfirðingar undirbúa þjónustuhöfn á Dysnesi norðan Akureyrar.Síðastliðið vor var svo stofnað félag um að byggja Dysneshöfn upp sem þjónustuhöfn Norðurslóða. Dysnes er fimmtán kílómetrum norðan Akureyrar og vinnur félagið nú að gerð umhverfismats fyrir höfn sem áætlað er að kosti átján milljarða króna.
Tengdar fréttir Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00 Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. 20. desember 2012 22:14 Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58 Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eyfirðingar þjónusta olíuleitarflota af Drekasvæðinu Floti fjögurra olíurannsóknarskipa kom inn til Akureyrar í dag af Drekasvæðinu til að sækja sér vistir og þjónustu sem og til áhafnaskipta. Eyfirðingar fá þarna forsmekkinn af þeim umsvifum sem vaxandi olíuleit í Norðurhöfum gæti skapað á Íslandi á næstu árum. Rannsóknarskipið Nordic Explorer fer fyrir flotanum en með því eru þrjú fylgdarskip, tvö færeysk og eitt íslenskt, Valberg VE. 10. júlí 2012 20:00
Íslensk fyrirtæki á tánum vegna olíuleitar við Austur-Grænland Ellefu olíufélög sóttu um sérleyfi norðan Íslands í fyrsta útboði olíuvinnsluleyfa við austurströnd Grænlands. Eimskip er meðal fyrirtækja sem sjá fram á mikil tækifæri en forstjórinn segir kjörið að þjónustumiðstöðin verði á Norðurlandi. Olíuleit Grænlendinga hefur til þessa verið bundin við vesturströndina og í fyrra var skoskt olíufélag bæði með borskip og borpall um 150 kílómetra vestur af Diskó-flóa. Nú er olíuleitin einnig að færast til austurstrandarinnar, að þeirri hlið Grænlands sem snýr að Íslandi. Nýjasta útboðssvæðið er í hánorður af Íslandi og sóttu ellefu félög um sérleyfi í þremur hópum, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. 20. desember 2012 22:14
Dysnes við Eyjafjörð verði þjónustuhöfn Norðurslóða Félag var stofnað í dag um átján milljarða króna uppbyggingu hafnar á Dysnesi við Eyjafjörð til að þjóna verkefnum á Norðurslóðum. Aðstandendur vonast til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. 23. maí 2013 18:45
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Olíurisi sagður ætla að hverfa frá Grænlandi Bandaríska olíufélagið Exxon Mobil, stærsta olíufélag heims, er sagt hafa ákveðið að draga sig út úr olíuleit við Grænland. Ástæðan er sögð breytt forgangsröðun 20. desember 2013 12:58
Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland? Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands. 12. desember 2012 18:53