Stefnir á Ólympíuleika á öðrum fæti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. desember 2013 19:12 Þrettán ára drengur, sem greindist með krabbamein og missti vinstri fót sinn árið 2009, stefnir á að taka þátt í vetrarólympíuleikunum 2018. Þar ætlar hann að keppa á skíðum, en hann rennir sér niður brekkurnar á öðrum fæti. Hilmar Snær Örvarsson var aðeins átta ára gamall þegar hann greindist með beinkrabbamein. Fljótlega gekkst hann undir erfiða lyfjameðferð og ljóst varð að skera þyrfti burt meinið í vinstri fæti hans. Fljótlega eftir að Hilmar lauk við krabbameinsmeðferð fór hann ásamt fjölskyldu sinni í skíðaferð til Akureyrar. Þar fór hann á skíðanámskeið á vegum Íþróttafélags fatlaðra. Eftir það var ekki aftur snúið og Hilmar hóf að æfa skíðiþróttina með Víkingi. Í vetur fór Hilmar í æfingaferð með fötluðu afreksskíðafólki til Austurríkis. Þórður Georg Hjörleifsson, þjálfari Hilmars, segir hann ekki hafa gefið hinum neitt eftir. Þó voru þau vant keppnisfólk og öll nokkuð eldri en hann. „Hann stefnir á Ólympíuleikana og hann fer á þá um leið og hann er orðinn nógu gamall. Það er alveg klárt mál,“ segir Þórður. En Hilmar æfir ekki aðeins skíði, heldur leggur hann líka stund á aðrar íþróttir. „Ég æfi líka körfubolta og golf, en skíðin eru alltaf í forgangi,“ segir þessi efnilegi skíðakappi. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Þrettán ára drengur, sem greindist með krabbamein og missti vinstri fót sinn árið 2009, stefnir á að taka þátt í vetrarólympíuleikunum 2018. Þar ætlar hann að keppa á skíðum, en hann rennir sér niður brekkurnar á öðrum fæti. Hilmar Snær Örvarsson var aðeins átta ára gamall þegar hann greindist með beinkrabbamein. Fljótlega gekkst hann undir erfiða lyfjameðferð og ljóst varð að skera þyrfti burt meinið í vinstri fæti hans. Fljótlega eftir að Hilmar lauk við krabbameinsmeðferð fór hann ásamt fjölskyldu sinni í skíðaferð til Akureyrar. Þar fór hann á skíðanámskeið á vegum Íþróttafélags fatlaðra. Eftir það var ekki aftur snúið og Hilmar hóf að æfa skíðiþróttina með Víkingi. Í vetur fór Hilmar í æfingaferð með fötluðu afreksskíðafólki til Austurríkis. Þórður Georg Hjörleifsson, þjálfari Hilmars, segir hann ekki hafa gefið hinum neitt eftir. Þó voru þau vant keppnisfólk og öll nokkuð eldri en hann. „Hann stefnir á Ólympíuleikana og hann fer á þá um leið og hann er orðinn nógu gamall. Það er alveg klárt mál,“ segir Þórður. En Hilmar æfir ekki aðeins skíði, heldur leggur hann líka stund á aðrar íþróttir. „Ég æfi líka körfubolta og golf, en skíðin eru alltaf í forgangi,“ segir þessi efnilegi skíðakappi.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira