Innlent

Hross í Oss heldur áfram að slá í gegn erlendis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benedikt Erlingsson hefur slegið í gegn með kvikmynd sína Hross í Oss
Benedikt Erlingsson hefur slegið í gegn með kvikmynd sína Hross í Oss
Benedikt Erlingsson heldur áfram að raða inn verðlaunum fyrir kvikmynd sína Hross í Oss en leikstjórinn birti í kvöld færslu á fésbókarsíðu sinni þar sem hann tilkynnir að kvikmyndin hafa fengið tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Les Arc í Frakklandi.

Kvikmyndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar að mati dómnefndar og fékk Davíð Þór Jónsson verðlaun fyrir bestu tónlistina.

Kvikmyndin hefur unnið tíu verðlaun á sjö kvikmyndahátíðum að undanförnu.

Benedikt ritar á fésbókarsíðu sinni: „Verðlaunastuðullinn kominn í 1,43 per hátíð. Eruð þið kæru vinir orðnir þreyttir á þessu?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×