Innlent

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar
Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar mynd / vilhelm
Bylgjan hefur valið mann ársins og að þessu sinni hlaut hinn íslenski heilbrigðisstarfsmaður nafnbótina.

Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis stóð fyrir kosningunni en þeir Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Bragi Guðmundsson fara með umsjón þáttarins.

Til að byrja með fór Bylgjan þess á leit við hlustendur sínar að koma fram með tilnefningar og í framhaldinu af því fór fram netkosning á Vísi.

Tæplega fimmtán þúsund manns tóku þátt í kosningunni.

Hér að neðan má sjá þá fimm aðila sem höfnuðu í efstu sætunum:

1. Íslenski heilbrigðisstarfsmaðurinn

2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

3. Vilhjálmur Birgisson, verkslýðsleiðtogi.

4. Sigurður Hallvarðsson, Þróttari, sem barist hefur við erfið veikindi síðastliðin ár.

5. Jón Gnarr, borgarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×