Stefna ótrauðir á þátttöku þrátt fyrir hryðjuverkaárásir Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2013 12:29 Að minnsta kosti 14 létu lífið í sprengjuárásinni í morgun. mynd/afp Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Sjá meira