Spennandi heimsókn Trausti Júlíusson skrifar 7. mars 2013 06:00 Colin Stetson spilar á Volta 17. mars. Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum. Sónar Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til. Sunnudagskvöldið 17. mars spilar svo saxófónleikarinn Colin Stetson á Volta. Stetson hefur gefið út nokkrar plötur með eigin tónlist en er líka þekktur fyrir að hafa mikið spilað með öðrum listamönnum. Hann hefur spilað inn á plötur með Tom Waits, Feist, Bon Iver og TV on the Radio. Þekktastur er hann samt sennilega fyrir samstarf sitt við Arcade Fire. Hann spilaði bæði inn á Neon Bible og The Suburbs og hefur mikið spilað með hljómsveitinni á tónleikum. Stetson spilar á margar tegundir blásturshljóðfæra; klarinettu, bassaklarinettu, franskt horn og fleira. Hann er samt þekktastur fyrir saxófónleikinn. Hann spilar m.a. á bassasaxófón, sem er stærsti meðlimur saxófónafjölskyldunnar og frekar sjaldgæft hljóðfæri. Tónlistin á sólóplötum Stetsons er að stórum hluta leikin af fingrum fram. Hún er bæði framúrstefnuleg og tilraunakennd. Hljóðin sem hann nær út úr saxófóninum og tjáningin í spilamennskunni er einstök. Það má því gera ráð fyrir magnaðri tónleikaupplifun á Volta. Auk Stetsons spilar Úlfur á tónleikunum. Colin Stetson hefur gefið út nokkrar stórar plötur. Hann er með fína vefsíðu (colinstetson.com) þar sem finna má hlekki yfir á bandcamp- og soundcloud-síðurnar hans. Á þeim er mikið af tónlist sem hægt er að hlusta á. Næsta plata Stetsons, New History Warfare Vol. 3: To See More Light, kemur út 30. apríl. Hún var tekin upp undir stjórn Bens Frost. Á henni spilar Stetson á altó-, tenór- og bassasaxófón en Justin Vernon úr Bon Iver syngur í fjórum lögum.
Sónar Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira