Mikill vindur þegar mennirnir stukku 24. mars 2013 13:22 Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds. Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds.
Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56
Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42