Innlent

Annar fallhlífastökkvaranna var með myndavél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annar fallhlífastökkvaranna tveggja sem lést í Zephyrhills í Flórída á laugardaginn var með myndbandsupptökuvél á hjálmi sínum þegar hann stökk. Myndir úr vélinni verða notaðar við rannsókn lögreglu á slysinu, segir á vefnum Tampa Tribune.

Talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að fallhlífar þeirra opnuðust ekki og varafallhlífar opnast of seint. Þegar að ljóst varð að tvo fallhlífastökkvara vantaði úr 22 manna hópi sem stokkið hafði og var hafin leit og fundust lík mannanna tveggja eftir nokkurn tíma.

Rannsókn lögreglu er í fullum gangi en ólíklegt þykir að myndbandið verði gert opinbert fyrr en að henni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×