Hefur trú á því að íslensk yfirvöld beiti sér í málinu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. júní 2013 17:03 Hart var tekið á mótmælendum við þinghúsið í Moskvu. Þeir voru grýttir og barðir í götuna. samsett mynd „Yfirlýsing frá samtökunum er í bígerð,“ segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78 við fréttastofu Vísis, en í gær samþykkti neðri deild rússneska þingsins lög sem gera það refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð. „Samtökin 78 eru mjög vonsvikin að sjá þróun mála í Rússlandi og það er hræðilegt að hugsa til þess að íslensk yfirvöld standi á kantinum og aðhafist ekki neitt“ segir Sigurður, og hann telur að allur þrýstingur geti haft áhrif. „Ísland hefur ákveðna sérstöðu hvað mannréttindamál varðar þannig að ég held að það sé alveg á hreinu að við getum lagt þrýsting á Rússa þannig að eftir því sé tekið.“ Sigurður segir lögin vel fordæmanleg og gríðarlega skerðingu á almennu tjáningarfrelsi. „Í rauninni er verið að stilla þjóðfélagshóp alveg gjörsamlega upp við vegg, sem getur hreinlega ekki tjáð sig neitt um það sem viðkemur þeirra lífi. Slík löggjöf hlýtur að vera fordæmanleg.“ Sigurður segist hafa mikla trú á íslenskum yfirvöldum þegar kemur að mannréttindamálum og á von á því að þau beiti sér í málinu. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Yfirlýsing frá samtökunum er í bígerð,“ segir Sigurður Júlíus Guðmundsson, varaformaður Samtakanna 78 við fréttastofu Vísis, en í gær samþykkti neðri deild rússneska þingsins lög sem gera það refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð. „Samtökin 78 eru mjög vonsvikin að sjá þróun mála í Rússlandi og það er hræðilegt að hugsa til þess að íslensk yfirvöld standi á kantinum og aðhafist ekki neitt“ segir Sigurður, og hann telur að allur þrýstingur geti haft áhrif. „Ísland hefur ákveðna sérstöðu hvað mannréttindamál varðar þannig að ég held að það sé alveg á hreinu að við getum lagt þrýsting á Rússa þannig að eftir því sé tekið.“ Sigurður segir lögin vel fordæmanleg og gríðarlega skerðingu á almennu tjáningarfrelsi. „Í rauninni er verið að stilla þjóðfélagshóp alveg gjörsamlega upp við vegg, sem getur hreinlega ekki tjáð sig neitt um það sem viðkemur þeirra lífi. Slík löggjöf hlýtur að vera fordæmanleg.“ Sigurður segist hafa mikla trú á íslenskum yfirvöldum þegar kemur að mannréttindamálum og á von á því að þau beiti sér í málinu.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira