Svo öllu sé til haga haldið Árni Þór Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Nú þegar nýkjörið þing kemur saman að loknum þingkosningum hefur nokkur umræða orðið um samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu og fyrirheit í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að gera betur í þeim efnum en áður. Einkum er horft til ábyrgðar- og verkaskiptingar á Alþingi. Í umfjöllun fjölmiðla og einstakra stjórnmálamanna er því sérstaklega fagnað að núverandi ríkisstjórnarflokkar „hafi boðið“ stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum og varaformennsku í þremur nefndum. Hér gætir mikils misskilnings. Þingsköpum Alþingis var breytt vorið 2011. Þá var nefndum fækkað úr tólf í átta og sett inn ákvæði í þingsköp um að fjöldi nefndarsæta í fastanefndum þingsins, auk alþjóðanefnda, skyldi ráðast af hlutfallslegum þingstyrk hvers flokks og hið sama ætti við um formanns- og varaformannsembætti. Þannig er það einfaldlega réttur hvers flokks að fá hlutdeild í störfum þingsins í samræmi við þingstyrk hverju sinni. Um þessar breytingar varð einhugur milli stjórnmálaflokkanna. Í kjölfar þessara breytinga var kosið í nefndir á nýjan leik. Reiknað var út hver hlutdeild hvers flokks ætti að vera. Þannig var sætafjöldi hvers flokks ákveðinn í bæði fastanefndum og alþjóðanefndum. Þá var einnig ákveðin hlutdeild hvers flokks í formennskum og varaformennskum, bæði í fastanefndum og alþjóðanefndum. Hlutdeildin minni Enginn ágreiningur varð um þessa útreikninga. Samkvæmt þeim átti Sjálfstæðisflokkurinn rétt á formennsku í tveimur fastanefndum og tveimur alþjóðanefndum og Framsóknarflokkurinn átti rétt á formennsku í einni fastanefnd og einni alþjóðanefnd. Þáverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri græn, voru samþykkir þessari niðurstöðu. Þegar á hólminn var komið ákváðu núverandi ríkisstjórnarflokkar að nýta ekki þennan rétt sinn og því kom það í hlut þáverandi stjórnarflokka að axla þessa ábyrgð á störfum þingsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hlupust undan, að segja má í gamaldags átakastjórnmálastíl. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar voru einhuga um að nýta rétt sinn skv. þingsköpum nú við upphaf nýs þings. Niðurstaðan er þó sú að hlutdeild þeirra verður minni en réttur þeirra segir til um og helgast það af því að núverandi stjórnarflokkar voru ekki reiðubúnir að fara að fullu eftir þingsköpum. Miðað við sömu aðferðafræði og notast var við 2011, ættu núverandi stjórnarflokkar að fá formennsku í fimm nefndum (fá sex) og sömuleiðis í fimm alþjóðanefndum (fá allar átta). Það er miður að þingræðið fái ekki að njóta sín eins og breytingunum á þingsköpum 2011 var ætlað. Svo öllu sé til haga haldið þá er það svo að samstarfs- og samvinnuviljinn á síðasta kjörtímabili hvað þetta varðar var meiri hjá þáverandi stjórnarflokkum en reyndin er nú með nýrri ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú þegar nýkjörið þing kemur saman að loknum þingkosningum hefur nokkur umræða orðið um samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu og fyrirheit í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um að gera betur í þeim efnum en áður. Einkum er horft til ábyrgðar- og verkaskiptingar á Alþingi. Í umfjöllun fjölmiðla og einstakra stjórnmálamanna er því sérstaklega fagnað að núverandi ríkisstjórnarflokkar „hafi boðið“ stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum og varaformennsku í þremur nefndum. Hér gætir mikils misskilnings. Þingsköpum Alþingis var breytt vorið 2011. Þá var nefndum fækkað úr tólf í átta og sett inn ákvæði í þingsköp um að fjöldi nefndarsæta í fastanefndum þingsins, auk alþjóðanefnda, skyldi ráðast af hlutfallslegum þingstyrk hvers flokks og hið sama ætti við um formanns- og varaformannsembætti. Þannig er það einfaldlega réttur hvers flokks að fá hlutdeild í störfum þingsins í samræmi við þingstyrk hverju sinni. Um þessar breytingar varð einhugur milli stjórnmálaflokkanna. Í kjölfar þessara breytinga var kosið í nefndir á nýjan leik. Reiknað var út hver hlutdeild hvers flokks ætti að vera. Þannig var sætafjöldi hvers flokks ákveðinn í bæði fastanefndum og alþjóðanefndum. Þá var einnig ákveðin hlutdeild hvers flokks í formennskum og varaformennskum, bæði í fastanefndum og alþjóðanefndum. Hlutdeildin minni Enginn ágreiningur varð um þessa útreikninga. Samkvæmt þeim átti Sjálfstæðisflokkurinn rétt á formennsku í tveimur fastanefndum og tveimur alþjóðanefndum og Framsóknarflokkurinn átti rétt á formennsku í einni fastanefnd og einni alþjóðanefnd. Þáverandi stjórnarflokkar, Samfylking og Vinstri græn, voru samþykkir þessari niðurstöðu. Þegar á hólminn var komið ákváðu núverandi ríkisstjórnarflokkar að nýta ekki þennan rétt sinn og því kom það í hlut þáverandi stjórnarflokka að axla þessa ábyrgð á störfum þingsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hlupust undan, að segja má í gamaldags átakastjórnmálastíl. Núverandi stjórnarandstöðuflokkar voru einhuga um að nýta rétt sinn skv. þingsköpum nú við upphaf nýs þings. Niðurstaðan er þó sú að hlutdeild þeirra verður minni en réttur þeirra segir til um og helgast það af því að núverandi stjórnarflokkar voru ekki reiðubúnir að fara að fullu eftir þingsköpum. Miðað við sömu aðferðafræði og notast var við 2011, ættu núverandi stjórnarflokkar að fá formennsku í fimm nefndum (fá sex) og sömuleiðis í fimm alþjóðanefndum (fá allar átta). Það er miður að þingræðið fái ekki að njóta sín eins og breytingunum á þingsköpum 2011 var ætlað. Svo öllu sé til haga haldið þá er það svo að samstarfs- og samvinnuviljinn á síðasta kjörtímabili hvað þetta varðar var meiri hjá þáverandi stjórnarflokkum en reyndin er nú með nýrri ríkisstjórn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun