Sport

Rob Ford stal sæti tónlistarmanns

Ford hefur það náðugt í sæti Mays. Í treyju merktri Fred Jackson og eðli málsins samkvæmt með Buffalo-væng í kjaftinum.
Ford hefur það náðugt í sæti Mays. Í treyju merktri Fred Jackson og eðli málsins samkvæmt með Buffalo-væng í kjaftinum.
Frægasti borgarstjóri heims, Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, getur ekki hætt að koma sér í fréttirnar af röngum ástæðum.

Hann stal senunni á leik Buffalo Bills og Atlanta Falcons í NFL-deildinni um helgina. Hann stal reyndar ekki bara senunni heldur stal hann líka sæti kanadíska tónlistarmannsins Matt Mays.

Mays fraus er hann sá Ford í sætinu sínu og byrjaði að skrifa á Twitter hvað hann ætti að gera eiginlega?

Hann greinilega þorði ekki að fara upp að Ford og biðja um sætið sitt aftur en á endanum fékk hann það í síðari hálfleik. Líklega með hjálp öryggisvarða.

Fjölmargir áhorfendur heilsuðu upp á Ford á vellinum.
Ford gaf færi á sér í hálfleik. Stóð upp og gaf áhugasömum Bolamyndir með sér.
Loksins í hálfleik gat Mays tekið sætið sitt aftur.
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×