Innlent

Fyrsta sinn sem maður fellur fyrir skoti íslenskrar lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Maður lést eftir átök við lögregluna í blokkaríbúð í Hraunbæ í morgun. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi að maður falli fyrir skoti í átökum við lögregluna.

Á blaðamannafundi lögreglunnar rétt áðan kom fram að lögreglumenn réðust tvisvar inn í íbúð mannsins. Í bæði skiptin skaut hann að þeim og hæfði einn lögreglumann í hvort skipti. Í seinni innrásinni skutu lögreglumenn á hann til að yfirbuga hann. Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku og var úrskurðaður látinn.

Lögreglan notar 9 millimetra skotvopn, skammbyssur og hríðskotabyssur. Vopnin sem notuð voru í morgun voru tekin til hliðar vegna rannsóknar ríkissaksóknara, en allir sérsveitarmenn eru enn við störf og hafa fengið ný vopn.

Skothylki lágu á víð og dreif á vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×