Kaþólsku Magðalenusysturnar þjóðarskömm fyrir Íra Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 20:47 Stúlkurnar máttu þola harðræði af hálfu kirkjunnar þar sem þær voru niðurlægðar og beittar miklum aga. Skjáskot úr kvikmyndinni The Magdalene Sisters Írska ríkið hefur samþykkt að greiða 58 milljónir evra í skaðabætur til hundruði kvenna sem voru látnar vinna í þvottahúsum á vegum kaþólsku kirkjunnar. Vinnuskilyrðum kvennanna hefur verið líkt við vinnuskilyrði þræla. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu var fjórðungur kvennanna sendar í þvottahúsin af írska ríkinu. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þvottahúsin beittu 10.000 stúlkur og konur miklu harðræði frá stofnun þeirra árið 1922 allt til ársins 1996. Þau voru rekin af kaþólskum nunnum og hafa verið sökuð um að koma fram við vistmenn eins og þræla og stjórna með harðri hendi. Stúlkur voru gjarnan sendar í þvottahúsin ef þær urðu ófrískar utan hjónabands. Einn af hverjum tíu vistmönnum létust jafnan í þvottahúsunum, þeir yngstu 15 ára gamlir. Írska ríkið hefur samþykkt að greiða nokkur hundruð eftirlifandi vistmönnum allt að 100.000 evrur hverjum, miðað við hversu lengi viðkomandi dvaldist í þvottahúsunum. Heildarkostnaður vegna bótanna verða á bilinu 34,5 til 58 milljónir evra. „Ég vona að þegar þú lítur til baka til dagsins í dag getur þú sagt að gjörðir okkar beri með sér einlæga eftirsjá fyrir að bregðast ykkur í fortíðinni," sagði dómsmálaráðherra Írlands, Alan Shatter vegna málsins. Sumir vistmannanna tóku úrræðinu fegins hendi á meðan aðrir hafa lýst yfir efasemdum. „Þetta hefur eyðilagt líf mitt allt til dagsins í dag og þetta er aldrei að fara að lina kvalir okkar," sagði fyrrum vistmaðurinn Mary Smith við ríkisfréttastöðina RTE. Írski forsætisráðherrann, Enda Kenny, baðst fyrirgefningar á þinginu fyrir „þjóðarskömm" sem fylgt hefði þvottahúsunum, en þá hafði komið í ljós að fjórðungur kvennanna sem voru látnar vinna í þvottahúsunum hafði verið komið í vistina af hinu opinbera. Afsökunarbeiðni forsætisráðherrans kom í kjölfar rannsókna sem tóku til kynferðismisnotkunar af hálfu klerka og þöggunar sem ríkið tók þátt í. Þessir atburðir hafa snarminnkað völd kirkjunnir á Írlandi og skaðað ímynd kaþólsku kirkjunnar um allan heim. Ólíkt því sem hefur gilt um gögn sem hafa sýnt fram á að prestar hafa barið og nauðgað börnum í stofnunum innan Kaþólsku kirkjunnar voru engar ásakanir lagðar fram gegn nunnum þvottahúsanna um slíkt framferði gegn konunum. Konurnar hafa hinsvegar haldið því fram að þær hafi verið látnir vinna mjög krefjandi vinnu sem var framfylgt með skömmum og niðurlægingum. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Írska ríkið hefur samþykkt að greiða 58 milljónir evra í skaðabætur til hundruði kvenna sem voru látnar vinna í þvottahúsum á vegum kaþólsku kirkjunnar. Vinnuskilyrðum kvennanna hefur verið líkt við vinnuskilyrði þræla. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu var fjórðungur kvennanna sendar í þvottahúsin af írska ríkinu. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þvottahúsin beittu 10.000 stúlkur og konur miklu harðræði frá stofnun þeirra árið 1922 allt til ársins 1996. Þau voru rekin af kaþólskum nunnum og hafa verið sökuð um að koma fram við vistmenn eins og þræla og stjórna með harðri hendi. Stúlkur voru gjarnan sendar í þvottahúsin ef þær urðu ófrískar utan hjónabands. Einn af hverjum tíu vistmönnum létust jafnan í þvottahúsunum, þeir yngstu 15 ára gamlir. Írska ríkið hefur samþykkt að greiða nokkur hundruð eftirlifandi vistmönnum allt að 100.000 evrur hverjum, miðað við hversu lengi viðkomandi dvaldist í þvottahúsunum. Heildarkostnaður vegna bótanna verða á bilinu 34,5 til 58 milljónir evra. „Ég vona að þegar þú lítur til baka til dagsins í dag getur þú sagt að gjörðir okkar beri með sér einlæga eftirsjá fyrir að bregðast ykkur í fortíðinni," sagði dómsmálaráðherra Írlands, Alan Shatter vegna málsins. Sumir vistmannanna tóku úrræðinu fegins hendi á meðan aðrir hafa lýst yfir efasemdum. „Þetta hefur eyðilagt líf mitt allt til dagsins í dag og þetta er aldrei að fara að lina kvalir okkar," sagði fyrrum vistmaðurinn Mary Smith við ríkisfréttastöðina RTE. Írski forsætisráðherrann, Enda Kenny, baðst fyrirgefningar á þinginu fyrir „þjóðarskömm" sem fylgt hefði þvottahúsunum, en þá hafði komið í ljós að fjórðungur kvennanna sem voru látnar vinna í þvottahúsunum hafði verið komið í vistina af hinu opinbera. Afsökunarbeiðni forsætisráðherrans kom í kjölfar rannsókna sem tóku til kynferðismisnotkunar af hálfu klerka og þöggunar sem ríkið tók þátt í. Þessir atburðir hafa snarminnkað völd kirkjunnir á Írlandi og skaðað ímynd kaþólsku kirkjunnar um allan heim. Ólíkt því sem hefur gilt um gögn sem hafa sýnt fram á að prestar hafa barið og nauðgað börnum í stofnunum innan Kaþólsku kirkjunnar voru engar ásakanir lagðar fram gegn nunnum þvottahúsanna um slíkt framferði gegn konunum. Konurnar hafa hinsvegar haldið því fram að þær hafi verið látnir vinna mjög krefjandi vinnu sem var framfylgt með skömmum og niðurlægingum.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira