Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar 3. júlí 2013 18:45 Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira