Torfhús táknmynd íslenskrar þjóðmenningar 3. júlí 2013 18:45 Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þau torfhús sem hafa verið endurbyggð á landinu telja aðeins á annan tug og gefa fæst þeirra raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar áður fyrr að sögn arkitekts sem hefur tekið saman bók um torfhús. Hjörleifur Stefánsson arkitekt var að senda frá sér bókina Af jörðu - Íslensk torfhús en í henni fjallar hann um torfhús á Íslandi og byggingaraðferðir þeirra. Hann segir torfhúsin meðal merkustu menningarminja Íslands og okkur beri skylda til að varðveita þau. Hjörleifur segir að torfhús megi kalla þau hús sem hafa veggi að öllu leiti eða að hluta til úr torfi eða torfi og grjóti. En hvað eru mörg slík hús til á landinu? „Svarið í raun og veru ræðst af því hvað þú kallar torfbæ, það er aragrúi enn uppistandandi af hálfhrundum torfbæjum. Sumir eru reyndar alveg fallnir saman, og það er erfitt að greina á milli þess sem við köllum rúst og hálfhrunin bæ og uppistandandi bæ. En uppistandandi heilir bæir eru ekki margir, það er spurning um kannski á annan tug bæja á öllu landinu," segir Hjörleifur. Langflestir þeirra gefa ekki rétta mynd af hýbýlum Íslendinga áður fyrr að sögn Hjörleifs því glæsilegustu bæirnir, bæir sveitahöfðingja og prestssetur, hafi orðið fyrir valinu til varðveislu frekar en kot. „Í þetta safn vantar að mínu mati híbýli almennings og þeirra sem minna máttu sín til þess að gefa raunsanna mynd af lifnaðarháttum þjóðarinnar á þessum tíma." Hjörleifur segir torfbæinn enn táknmynd íslensku sveitarinnar í hugum margra og það hafi sannast í tilraun sem hann gerði í tengslum við bókina í samstarfi við kennara í Melaskóla. „Níu ára gömul börn voru fengin til þess að teikna íslenskan sveitabæ. Af 72 teikningum reyndust yfir 50 vera af torfbæ. Þetta fannst mér stórmerkilegt. Vegna þess að ég tel nokkuð víst að mörg þessara barna hafi aldrei séð torfbæ, en torfbærinn sem táknmynd íslenskrar þjóðmenningar getur borist svona á milli kynslóða á þennan hátt," segir Hjörleifur.Hjörleifur Stefánsson arkitekt
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira