„Manni dettur fyrst í hug að byssan hafi verið þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 23:00 Byssur eru til sölu á vefsíðunni bland.is Mynd/Skjáskot „Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira