„Manni dettur fyrst í hug að byssan hafi verið þýfi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2013 23:00 Byssur eru til sölu á vefsíðunni bland.is Mynd/Skjáskot „Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
„Þegar menn kaupa sér byssur þurfa þeir ávallt að fylla út tilskilda pappíra og fara með til lögreglunar, hvort sem það er í verslun eða á vefsíðum,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, í samtali við Vísi. Á vefsíðunni Bland.is er mikið um að menn séu að selja skotvopn en umræðan um byssuleyfi hefur verið hávær eftir atburði gærdagsins þegar lögreglan varð manni að bana í Árbænum eftir skotbardaga. Maðurinn hafði glímt við geðræn veikindi lengi og er talið fullvíst að hann hafi ekki verið með byssuleyfi. „Þegar yfirvöld hafa gengið úr skugga um að öll leyfi séu tilskild, þá fyrst færðu skotvopnið afhent.“ „Lögregluyfirvöld hafa alltaf milligöngu þegar um sölu á skotvopnum er annarsvegar. Í dag hafa nánast allar byssur verið skráðar á Íslandi en ákveðið átak var hjá lögreglunni á sínum tíma um skráningar á skotvopnum og þá var sérstök áhersla lögð á dánarbú.“ „Manni dettur fyrst í hug að byssan sem maðurinn hafði undir höndum í Hraunbæ hafi verið þýfi og þekkist það alveg að byssum sé stolið.“ „Það hefur legið fyrir frumvarp á Alþingi að nýjum skotvopnalögum síðan 2008 og hefur það ekki enn verið afgreitt, en við hjá Skotvís höfum lagt mikla áherslu á að koma því í gegn. Þar kemur meðal annars fram að allir byssueigendur þurfa að vera með sín skotvopn inn í læstum skáp, en eins og staðan er í dag þarf maður aðeins að læsa byssur inn í sérstökum skáp ef um þrjár eða fleiri er að ræða.“ „Í dag hefur í raun lögreglan ekki heimild til að taka byssu af einstaklingi sem hefur brotið ítrekað af sér en það kemur skýrt fram í frumvarpinu frá árinu 2008 að lögreglan hafi ákveðna heimild til að fjarlægja skotvopn af einstaklingi sem hefur komist í kast við lögin.“ „Mjög faglegur samráðshópur samdi umrætt frumvarp á sínum tíma og þykir það virkilega vel heppnað og óumdeilt.“ „Lögreglan fylgist vel með sölum á skotvopnum sem fara fram í gegnum síður eins og bland.is og því tel ég það ólíklegt að þessi umræddi einstaklingur hafi keypt vopnið á slíkri síðu, en það er of algengt að skotvopnum sé stolið og það er vandamál.“ Elvar Árni Lund er formaður Skotvís, skotveiðifélag Íslands.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira