Fótbolti

Guðbjörg æfir með Potsdam

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Guðbjörg Gunnarsdóttir er mögulega á leið til eins sterkasta félags í evrópskri kvennaknattspyrnu.

Guðbjörg, sem lék með Avaldsnes í Noregi í sumar, er stödd í Potsdam í Þýskalandi þar sem hún mun æfa með stórliði Turbine Potsdam.

Margrét Lára Viðarsdóttir lék með liðinu í fyrra og skoraði þá eitt mark í sjö leikjum.

„Það er ekki hægt að hunsa eitt stærsta félag heims þegar það sýnir manni áhuga. Ég mun æfa með liðinu þriðjudag og miðvikudag en eftir það funda ég með forráðamönnum félagsins,“ sagði Guðbjörg í samtali við norska fjölmiðla.

Þetta þýðir þó ekki endilega að hún sé á leið frá Avaldsnes. „Alls ekki. Það þarf margt að ganga upp til þess að ég flytji til Þýskalands. Mér líður vel í Avaldsnes og er ánægð hjá félaginu.“

Avaldsnes var nýliði í norsku úrvalsdeildinni og í sumar og endaði í fjórða sæti, auk þess að liðið komst í úrslit norsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×