Um helgina fór fram Íslandsmótið í listhlaupi á skautum í Egilshöll en alls tók 61 keppandi þátt. Vala Rún B. Magnúsdóttir, sautján ára, varð Íslandsmeistari í unglingaflokki en það er elsti flokkurinn sem keppt var í. Hin fimmtán ára Kristín Valdís Örnólfsdóttir vann í stúlknaflokki en báðar keppa þær fyrir SR.
„Þrátt fyrir ungan aldur eru þær báðar reynsluboltar sem hafa æft mikið og lengi,“ sagði Bjarnveig Guðjónsdóttir hjá Skautasambandi Íslands.
Keppnistímabilið er í fullum gangi og nær hápunkti í febrúar þegar Norðurlandamótið fer fram í Svíþjóð. Fyrir það keppir landsliðið einnig á sterku móti í Slóvakíu auk þess sem okkar besta fólk keppir á Reykjavíkurleikunum í janúar.
„Það eru því strangar æfingar fram undan og okkar besta fólk er til að mynda að fara í æfingabúðir um jólin,“ segir Bjarnveig. Sem stendur hafa sex náð lágmarksviðmiði fyrir landsliðshópinn – tvær í unglingaflokki og fjórar í stúlknaflokki.
Nóg að gera hjá nýkrýndum Íslandsmeisturum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn