"Maybe I should have“ Andrea Ólafsdóttir og Þorvaldur Geirsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið. Við kjósum ekki „af því bara“. Við kjósum vegna þess að okkur hefur verið gefið vald. Við verðum að nota það vald. Í lýðræðissamfélagi berum við öll ábyrgð. Tækifærið til breytinga er núna. Við verðum að velja okkur fólk á þing til að verja grunnstoðir samfélagsins og tryggja afkomu þeirra sem hafa orðið undir á síðustu árum. Við viljum flest öll hér á Íslandi búa land svipað hinum Norðurlöndunum – stefnum þangað saman. Bætum kjör almennings saman, leiðréttum lán heimilanna saman, tökum heildarendurskoðun á lífeyriskerfinu saman, fáum nýja stjórnarskrá saman, verjum velferðarkerfið saman, tryggjum auðlindir í þjóðareigu saman – tökum höndum saman um breytingar til hins betra. Það er ekki gott að þurfa að sitja með sárt ennið að ári og þurfa að hugsa með sér „maybe I should have“. Við verðum að þora! Sigurvegari kosninganna Mörg okkar í Dögun hafa barist fyrir heimilin í mörg ár, m.a. á vettvangi Hagsmunasamtaka heimilanna. Við hljótum því að vera glöð yfir að áherslur okkar eru að vinna þessar kosningar. Nú eru allflestir hagfræðingar farnir að viðurkenna að þær leiðir sem við leggjum til séu raunhæfar og jafnvel mjög æskilegar. Sumir töluðu um barbabrellur og reyndu að gera lítið úr óréttlætinu – en hafa nú þurft að éta það ofan í sig. Við í Dögun höfum bent á margar mismunandi leiðir að sama marki – en við þurfum að standa með sjálfum okkur og heimilunum til þess að leiðréttingar lána og afnám verðtryggingar nái fram að ganga og þær þurfa að lenda á fjármálakerfinu, því það ber ábyrgðina á tjóninu. Dögun er með best útfærðu stefnuna þegar kemur að því hvað tekur síðan við. Dögun eina nýja aflið á uppleið Á síðustu dögum hefur komið í ljós að Dögun er eina nýja aflið sem er að auka við sig fylgi. Við hvetjum því alla til að kynna sér málefnin á XT.is og sameinast um eitt nýtt afl sem setur heimilin í 1. sæti og er hvað líklegast til að brjóta 5% múrinn. Tryggjum talsmenn heimilanna, réttlætis og lýðræðis inn á þing!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar