Erlent

Belmokthar felldur í Malí

Mokhtar Belmokthar.
Mokhtar Belmokthar. Mynd/AP
Hersveitir frá Afríkuríkinu Tsjad hafa fellt hinn herskáa íslamista Mokhtar Belmokthar í nágrannaríkinu Malí. Þetta fullyrða fjölmiðlar í Tsjad að minnsta kosti en staðfesting hefur ekki borist.

Belmokhtar var eitt sinn hátt settur í Al Kaída hryðjuverkasamtökunum og hann er talinn hafa skipulagt og staðið að gíslatökunni í gasverksmiðjunni í Alsír á dögunum þar sem að minnsta kosti 37 gíslar voru myrtir. Hermennirnir frá Tsjad hafa undanfarið barist við íslamska öfgamenn í Malí og eru þár hluti af alþjóðlegu herliði sem Frakkar stýra.

Í gær var einnig fullyrt að annar háttsettur Al kaída maður, Abou Zeid, hefði einnig fallið í bardögum í Malí en frönsk yfirvöld hafa heldur ekki staðfest þær fregnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×