Undirbúa alþjóðlegt uppboð á æðardúni á Íslandi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Æðardúnsútflytjandinn Jón Sveinsson segir gamaldags hugsunarhátt valda því að Íslendingar missa af miklum tækifærum og fé við æðardúnssölu. Fréttablaðið/Jón Sigurður Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Æðardúnshreinsari hvetur til þess að ráðherra breyti lögum svo hann geti komið á fót alþjóðlegu æðardúnsuppboði í Reykjavík. Hann segir núverandi kerfi ýta undir einokun og spillingu. Æðardúnssængur seljast dýrum dómum í Japan. Jón Sveinsson, dúnhreinsari og útflytjandi á Miðhúsum í Reykhólasveit, vinnur að því með fjárfestum að koma á fót alþjóðlegu uppboði á æðardúni í Reykjavík. Jón segir að þó talað sé um að gott verð fáist fyrir æðardún um þessar mundir sé það hjóm eitt miðað við það verð sem fæst fyrir dúninn fullunninn.Verra settir enn kaffibændur í Afríku „Við sem erum í þessum geira erum verr settir en kaffibændurnir í Afríku sem fá aðeins einn tuttugasta af kaffiverðinu,“ segir Jón. Æðardúnn er nýttur erlendis í sængur, fatnað og margt fleira sem selt er dýrum dómum. „Menn geta séð það sjálfir að sængur með íslenskum æðardúni eru seldar fyrir milljónir á japanska vefnum Rakuten. Ég sá eina um daginn sem var sett á fjörutíu milljónir. Það var ekki innsláttarvilla. Svo er æðardúnn einnig notaður í kuldajakka sem aðeins er á færi milljónamæringa að kaupa.“ Jón segir Íslendinga sóa dýrmætum tækifærum með því að standa ekki betur að málum varðandi jafn dýramæta auðlind og íslenski æðardúninn. „Við ættum að gera það sama og Danir gera varðandi minkaskinnið sem selt er á rokverði á uppboði í Kaupmannahöfn ár hvert,“ segir hann. „Þannig skapast gegnsæi varðandi verðmyndun og þannig er komið í veg fyrir að einokun skapist við söluna, bæði hér heima og í löndum eins og Japan þar sem mikið af henni selst.“Vill ríkismat á æðardúni burt Þá segir Jón mikilvægt að fella úr gildi lög um gæðamat á æðardúni frá árinu 2005 en í þeim segir að fullhreinsaður dúnn verði að fá vottorð frá sérstökum dúnmatsmanni frá ríkinu áður en hann er seldur. „Á venjulegum markaði er ekki þörf á manni frá ríkinu sem segir hvað er nógu gott til sölu og hvað ekki. Hægt er að flokka dúninn eftir gæðaflokkum og ef einhver vill kaupa dún af minni gæðum, eigum við þá ekki að leyfa honum það?“ spyr Jón. Enn fremur segist Jón vilja fá leyfi til að tína dúninn erlendis. „Þetta er tímafrekur og dýr verkþáttur, þannig að ég vil flytja þrældóminn úr landi en flytja arðinn inn,“ bæti hann við. Að sögn Jóns eru fjárfestar spenntir fyrir hugmyndinni. „En svo að þetta gangi eftir þarf að fella lögin úr gildi og ef þetta gengur eftir verður Ísland þekkt fyrir æðardúninn frekar en Eyjafjallajökul,“ segir Jón sem kveðst vongóður um að Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra felli lögin úr gildi þó þau hafi verið sett í tíð flokksbróður Sigurðar, Guðna Ágústssonar, sem landbúnaðarráðherra.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira