Innlent

Noregur og Ísland auki samstarf um EES

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Vidar Helgesen.
Gunnar Bragi Sveinsson og Vidar Helgesen. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í kvöld fund með Vidar Helgesen, nýskipuðum ráðherra Evrópumála og málefna Evrópska efnahagssvæðisins, EES, í Noregi. Ráðherrarnir ræddu almennt um samstarfið innan EES og einstaka málefni sem bíða úrlausnar.

Þeir voru sammála um að Noregur og Ísland ættu að auka samráð og samstarf um EES. Hvorki ríkisstjórn Íslands né Noregs hefðu aðild að Evrópusambandinu á dagskrá en tengsl og viðskipti við Evrópu skiptu ríkin miklu.

EES-samningurinn fæli í sér tækifæri en til að nýta þau sem best og þá möguleika sem ríkin hafa til að hafa áhrif væri nauðsynlegt að styrkja samstarf Íslands og Noregs. Ákváðu þeir að skoða markvisst leiðir að þessu marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×